Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2014 07:00 Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis „Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Skipulagsstofnun ákvað í gær að fallast ekki á tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigsskóg. Telur Skipulagsstofnun að ný veglína sé of lík þeirri veglínu sem Hæstiréttur sló út af borðinu árið 2009. Með úrskurði Skipulagsstofnunar munu íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að bíða enn um sinn eftir bættum vegasamgöngum.Ný veglína um Teigsskóg er merkt leið Þ-H.Kort/Vegagerðin.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að ekki hafi tekist að leysa málið á þeim langa tíma sem það hefur velkst um í kerfinu. „Hins vegar er Skipulagsstofnun bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir,“ segir Ásdís. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, er afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í gær um að setja vegtengingu um Teigsskóg aftur í bið. Hann vill að tekið verði fram fyrir hendur Skipulagsstofnunar og að Alþingi setji sérlög svo Vegagerðin geti hafist handa við nýjan veg um Teigskóg sem Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir. „Það er í sjálfu sér gott að þetta óralanga ferli embættismannanna sé loksins komið á endastöð. Nú er það einfaldlega pólitísk spurning hvort öryggi íbúanna og framtíð byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum skipti minna máli en 1% af kjarrlendinu sem gengur undir nafninu Teigsskógur,“ segir Þóroddur. Nú sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg. Alþingi Teigsskógur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
„Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Skipulagsstofnun ákvað í gær að fallast ekki á tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigsskóg. Telur Skipulagsstofnun að ný veglína sé of lík þeirri veglínu sem Hæstiréttur sló út af borðinu árið 2009. Með úrskurði Skipulagsstofnunar munu íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að bíða enn um sinn eftir bættum vegasamgöngum.Ný veglína um Teigsskóg er merkt leið Þ-H.Kort/Vegagerðin.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að ekki hafi tekist að leysa málið á þeim langa tíma sem það hefur velkst um í kerfinu. „Hins vegar er Skipulagsstofnun bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir,“ segir Ásdís. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, er afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í gær um að setja vegtengingu um Teigsskóg aftur í bið. Hann vill að tekið verði fram fyrir hendur Skipulagsstofnunar og að Alþingi setji sérlög svo Vegagerðin geti hafist handa við nýjan veg um Teigskóg sem Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir. „Það er í sjálfu sér gott að þetta óralanga ferli embættismannanna sé loksins komið á endastöð. Nú er það einfaldlega pólitísk spurning hvort öryggi íbúanna og framtíð byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum skipti minna máli en 1% af kjarrlendinu sem gengur undir nafninu Teigsskógur,“ segir Þóroddur. Nú sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg.
Alþingi Teigsskógur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira