Lokar ákveðnum kafla Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2014 09:00 Ólafur Arnalds ætlar að dvelja á Íslandi um stund. Vísir/Valli „Tónleikaferðlagið er tæknilega séð búið en við vildum taka einn lokasprett. Það verður gaman að taka þetta prógramm hér á landi, fyrir mömmu og pabba og svona,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds en hann ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn í Hörpu á fimmtudag. Hann hefur nú komið fram á yfir 130 tónleikum um heim allan. „Þetta er búið að vera stanslaust núna í eitt og hálft ár og ég ætla að hætta þessu í bili. Við höfum verið að þróa tónleikaprógrammið allt ferðalagið þannig að það verður gaman flytja prógrammið fullmótað hérna heima,“ segir Ólafur. Hann sendi frá sér plötuna For Now I Am Winter árið 2013 og var að fylgja henni eftir en platan hefur selst í yfir fimmtíu þúsund eintökum á heimsvísu, sem þykir mjög gott miðað við að þetta er ekki popptónlist. „Við eigum bara eftir að heimsækja Afríku og Suður-Ameríku en ég er þó að fara til Suður-Ameríku á næsta ári. Ég ætla lítið að túra á næsta ári.“ Með honum á sviðinu er að jafnaði strengjakvartett, Bergur Þórisson leikur á synþa og aðra hljóðgervla. Þá hefur söngvarinn Arnór Dan Arnarson komið fram á stærri giggum og á tónlistarhátíðum. „Ljósahönnuðurinn minn, Stuart Bailes kemur sérstaklega til landsins til að búa til gott sjó.“ Ólafur er þó með mörg járn í eldinum og vinnur nú við að smíða tónlist við aðra seríu sjónvarpsþáttanna Broadchurch, en hann vann einmitt BAFTA-verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar fyrr á þessu ári fyrir tónlistina í fyrstu seríu þáttanna. „Þetta er flókið ferli, mikil skipulagsvinna og maður er í miklum samskiptum við pródúsera og aðra aðila í tengslum við þættina. Annars sest maður bara niður og semur melódíur, maður þarf að tjúna sig í ákveðið andrúmsloft og finna grunn sem allir eru sammála um,“ segir Ólafur spurður út í ferlið. Hann vinnur tónlistina í sérhæfðu forriti þar sem hann hefur myndina á skjánum og getur því unnið í takt við myndina. „Þetta þarf allt að passa upp á sekúndubrot og getur verið erfitt,“ bætir Ólafur við. Ólafur hóf ferilinn sem trommuleikari í ýmsum þungarokkshljómsveitum en fékk svo sérlega mikinn áhuga á klassískri tónlist og kvikmyndatónlist upp úr aldamótum og langar að halda áfram á þeirri braut. „Það hefur verið nóg að gera í þessum geira og ég vil endilega halda áfram í kvikmyndaheiminum, en ég vil þó ekki eingöngur vera í því, ég vil líka semja efni fyrir sjálfan mig.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasalnum í Hörpu á fimmtudagskvöld og hefjast klukkan 20.30.Á BAFTA-verðlaununum.Vísir/GettyFerðalagið mikla Ólafur Arnalds hefur komið fram á um 130 tónleikum um heim allan undanfarið ár. Fyrstu tónleikar tónleikaferðalagsins voru í London 11. mars 2013 í Barbican Hall með bresku sinfóníunni. Nú um það bil einu og hálfi ári síðar hefur Óli komið fram í helstu borgum Evrópu, Bandaríkjanna, Asíu og Ástralíu. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífurEulogy for Evolution árið 2007…And They Have Escaped the Weight of Darkness árið 2010For Now I Am Winter árið 2013 en platan hefur selst í yfir 50.000 eintökum um heim allan. Ólafur hefur verið afkastamikill síðustu ár og ekki síst á sviði kvikmyndatónlistar. Tónlist eftir hann hefur hljómað í kvikmyndum eins og The Hunger Games og Looper og sjónvarpsþáttum eins og So You Think You Can Dance og Broadchurch en Ólafur vann til hinna virtu BAFTA-verðlauna fyrir þá síðarnefndu. Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Tónleikaferðlagið er tæknilega séð búið en við vildum taka einn lokasprett. Það verður gaman að taka þetta prógramm hér á landi, fyrir mömmu og pabba og svona,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds en hann ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn í Hörpu á fimmtudag. Hann hefur nú komið fram á yfir 130 tónleikum um heim allan. „Þetta er búið að vera stanslaust núna í eitt og hálft ár og ég ætla að hætta þessu í bili. Við höfum verið að þróa tónleikaprógrammið allt ferðalagið þannig að það verður gaman flytja prógrammið fullmótað hérna heima,“ segir Ólafur. Hann sendi frá sér plötuna For Now I Am Winter árið 2013 og var að fylgja henni eftir en platan hefur selst í yfir fimmtíu þúsund eintökum á heimsvísu, sem þykir mjög gott miðað við að þetta er ekki popptónlist. „Við eigum bara eftir að heimsækja Afríku og Suður-Ameríku en ég er þó að fara til Suður-Ameríku á næsta ári. Ég ætla lítið að túra á næsta ári.“ Með honum á sviðinu er að jafnaði strengjakvartett, Bergur Þórisson leikur á synþa og aðra hljóðgervla. Þá hefur söngvarinn Arnór Dan Arnarson komið fram á stærri giggum og á tónlistarhátíðum. „Ljósahönnuðurinn minn, Stuart Bailes kemur sérstaklega til landsins til að búa til gott sjó.“ Ólafur er þó með mörg járn í eldinum og vinnur nú við að smíða tónlist við aðra seríu sjónvarpsþáttanna Broadchurch, en hann vann einmitt BAFTA-verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar fyrr á þessu ári fyrir tónlistina í fyrstu seríu þáttanna. „Þetta er flókið ferli, mikil skipulagsvinna og maður er í miklum samskiptum við pródúsera og aðra aðila í tengslum við þættina. Annars sest maður bara niður og semur melódíur, maður þarf að tjúna sig í ákveðið andrúmsloft og finna grunn sem allir eru sammála um,“ segir Ólafur spurður út í ferlið. Hann vinnur tónlistina í sérhæfðu forriti þar sem hann hefur myndina á skjánum og getur því unnið í takt við myndina. „Þetta þarf allt að passa upp á sekúndubrot og getur verið erfitt,“ bætir Ólafur við. Ólafur hóf ferilinn sem trommuleikari í ýmsum þungarokkshljómsveitum en fékk svo sérlega mikinn áhuga á klassískri tónlist og kvikmyndatónlist upp úr aldamótum og langar að halda áfram á þeirri braut. „Það hefur verið nóg að gera í þessum geira og ég vil endilega halda áfram í kvikmyndaheiminum, en ég vil þó ekki eingöngur vera í því, ég vil líka semja efni fyrir sjálfan mig.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasalnum í Hörpu á fimmtudagskvöld og hefjast klukkan 20.30.Á BAFTA-verðlaununum.Vísir/GettyFerðalagið mikla Ólafur Arnalds hefur komið fram á um 130 tónleikum um heim allan undanfarið ár. Fyrstu tónleikar tónleikaferðalagsins voru í London 11. mars 2013 í Barbican Hall með bresku sinfóníunni. Nú um það bil einu og hálfi ári síðar hefur Óli komið fram í helstu borgum Evrópu, Bandaríkjanna, Asíu og Ástralíu. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífurEulogy for Evolution árið 2007…And They Have Escaped the Weight of Darkness árið 2010For Now I Am Winter árið 2013 en platan hefur selst í yfir 50.000 eintökum um heim allan. Ólafur hefur verið afkastamikill síðustu ár og ekki síst á sviði kvikmyndatónlistar. Tónlist eftir hann hefur hljómað í kvikmyndum eins og The Hunger Games og Looper og sjónvarpsþáttum eins og So You Think You Can Dance og Broadchurch en Ólafur vann til hinna virtu BAFTA-verðlauna fyrir þá síðarnefndu.
Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira