Landspítali þarf meira fé Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 07:15 Páll Matthíasson segir að jákvæða þætti sé að finna í fjárlagafrumvarpinu en spítalinn þurfi meira fé. fréttablaðið/vilhelm Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira