Ragnar: Líta allir rosalega stórt á sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 00:01 Ragnar Sigurðsson berst fyrir sínu. vísir/Vilhelm „Ég er alveg mjög spenntur fyrir því að byrja aftur og það er spenna í hópnum,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið á æfingu liðsins í Laugardalnum í gær. Strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016 annað kvöld þegar þeir mæta firnasterku liði Tyrklands, en hvernig verður að reyna að koma liðinu aftur í gang eftir hæðirnar og lægðina í síðustu undankeppni? „Ég held það líti enginn á þetta þannig. Við erum allir búnir að fá gott frí og komnir af stað með okkar félagsliðum. Við dveljum ekkert við síðustu keppni; hvort sem um er að ræða árangurinn eða vonbrigðin í lokin,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með gott lið, en Fylkismaðurinn hefur fulla trú á sigri og að Ísland komist alla leið á EM. „Íslendingar eru bara þannig, að við höldum okkur besta í öllu. Við höfum fulla trú á því að við förum áfram og ég held að þjóðin trúi því líka,“ sagði hann, en hvað með Tyrkina? „Tyrkir eru með mjög sterkt lið og leikmenn sem spila í Meistaradeildinni. Þeir eru með sterka einstaklinga, suma betri en aðra, en engan sem við ætlum að passa neitt sérstaklega upp á.“ Íslenska liðið stendur vel að vígi hvað varðar miðverði þessa stundina. Ragnar, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru allir heilir og að spila vel í sterkum deildum. Samkeppnin verður hörð. „Það er bara þannig. Sölvi hefur gert þetta nokkrum sinnum aðeins auðveldara með því að vera meiddur, en nú er hann ferskur sem er bara frábært,“ sagði Ragnar, en telur hann sig ekki eiga skilið byrjunarliðssæti fyrir frammistöðuna í síðustu undankeppni? „Ég held að allir líti nú rosalega stórt á sig og finnist þeir eiga meira skilið að spila en næsti maður. En ég hugsa ekkert um velgengnina í síðustu keppni þó mér hafi gengið vel. Það gefur mér ekkert núna. Maður gerir engar kröfur heldur gerir bara sitt besta og vonast til að fá einhverjar mínútur þegar þetta fer af stað.“ EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57 Birkir: Það bera allir virðingu fyrir okkur Miðjumaðurinn í hörku formi og klár í slaginn gegn Tyrkjum á þriðjudagskvöldið. 7. september 2014 13:15 Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Hannes er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag og segir Ísland ekki vera með mikið slakara lið. 6. september 2014 15:15 Kolbeinn: Býst við að geta spilað Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, en Kolbeinn hefur glímt við meiðsli. 6. september 2014 19:45 Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik. 6. september 2014 20:15 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
„Ég er alveg mjög spenntur fyrir því að byrja aftur og það er spenna í hópnum,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið á æfingu liðsins í Laugardalnum í gær. Strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016 annað kvöld þegar þeir mæta firnasterku liði Tyrklands, en hvernig verður að reyna að koma liðinu aftur í gang eftir hæðirnar og lægðina í síðustu undankeppni? „Ég held það líti enginn á þetta þannig. Við erum allir búnir að fá gott frí og komnir af stað með okkar félagsliðum. Við dveljum ekkert við síðustu keppni; hvort sem um er að ræða árangurinn eða vonbrigðin í lokin,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með gott lið, en Fylkismaðurinn hefur fulla trú á sigri og að Ísland komist alla leið á EM. „Íslendingar eru bara þannig, að við höldum okkur besta í öllu. Við höfum fulla trú á því að við förum áfram og ég held að þjóðin trúi því líka,“ sagði hann, en hvað með Tyrkina? „Tyrkir eru með mjög sterkt lið og leikmenn sem spila í Meistaradeildinni. Þeir eru með sterka einstaklinga, suma betri en aðra, en engan sem við ætlum að passa neitt sérstaklega upp á.“ Íslenska liðið stendur vel að vígi hvað varðar miðverði þessa stundina. Ragnar, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru allir heilir og að spila vel í sterkum deildum. Samkeppnin verður hörð. „Það er bara þannig. Sölvi hefur gert þetta nokkrum sinnum aðeins auðveldara með því að vera meiddur, en nú er hann ferskur sem er bara frábært,“ sagði Ragnar, en telur hann sig ekki eiga skilið byrjunarliðssæti fyrir frammistöðuna í síðustu undankeppni? „Ég held að allir líti nú rosalega stórt á sig og finnist þeir eiga meira skilið að spila en næsti maður. En ég hugsa ekkert um velgengnina í síðustu keppni þó mér hafi gengið vel. Það gefur mér ekkert núna. Maður gerir engar kröfur heldur gerir bara sitt besta og vonast til að fá einhverjar mínútur þegar þetta fer af stað.“
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57 Birkir: Það bera allir virðingu fyrir okkur Miðjumaðurinn í hörku formi og klár í slaginn gegn Tyrkjum á þriðjudagskvöldið. 7. september 2014 13:15 Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Hannes er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag og segir Ísland ekki vera með mikið slakara lið. 6. september 2014 15:15 Kolbeinn: Býst við að geta spilað Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, en Kolbeinn hefur glímt við meiðsli. 6. september 2014 19:45 Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik. 6. september 2014 20:15 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57
Birkir: Það bera allir virðingu fyrir okkur Miðjumaðurinn í hörku formi og klár í slaginn gegn Tyrkjum á þriðjudagskvöldið. 7. september 2014 13:15
Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Hannes er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag og segir Ísland ekki vera með mikið slakara lið. 6. september 2014 15:15
Kolbeinn: Býst við að geta spilað Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, en Kolbeinn hefur glímt við meiðsli. 6. september 2014 19:45
Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik. 6. september 2014 20:15
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54
Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00
Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28