Stuðmenn sameina kynslóðirnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. september 2014 11:00 Stuðmenn Raghildur Gísladóttir og Egill Ólafsson í góðu stuði. mynd/daníel „Þetta er algjör tilviljun, pilturinn kom fram í gegnum Borgarleikhúsið fyrir tónleika okkar. Hann er ákaflega hæfileikaríkur og er jafn vígur í söng, leik og dansi,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Umrædd lýsing á við um ellefu ára gamlan pilt að nafni Jóhann Jóhannsson, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann er dóttursonur Sæma Rokk. „Sæmi Rokk dansaði með okkur árið 1976 á upphaflega Tívolítúrnum en nú ætlar dóttursonur hans, Jóhann, að koma fram á þessum tónleikum,“ útskýrir Jakob Frímann. Það er því gaman að sjá hvernig Stuðmenn hafa skemmt heilu kynslóðunum og hvernig næsta kynslóð kemur að sýningu sveitarinnar. Stuðmenn slá eigið met í kvöld þegar þeirra lengsta törn á einum sólarhring í spilamennsku verður að veruleika. „Okkar fyrra met er frá árinu 1999 á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar við lékum frá klukkan 2.30 til 8.30. Nú er það 19.30 til 03.00,“ segir Jakob Frímann léttur í lundu. Stuðmenn leggja Hörpu undir sig í dag og kvöld er þeir halda tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu og þá fer fram Stuðmannaball í beinu framhaldi af seinni tónleikunum í Silfurbergi en sveitin hefur ekki komið fullskipuð fram á opinberum dansleik síðan árið 2005. Fyrir þá sem ekki eiga miða á tónleikana, fara örfáir miðar á dansleikinn eingöngu í sölu á hádegi á Harpa.is. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og seinni klukkan 22.30. Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er algjör tilviljun, pilturinn kom fram í gegnum Borgarleikhúsið fyrir tónleika okkar. Hann er ákaflega hæfileikaríkur og er jafn vígur í söng, leik og dansi,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Umrædd lýsing á við um ellefu ára gamlan pilt að nafni Jóhann Jóhannsson, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann er dóttursonur Sæma Rokk. „Sæmi Rokk dansaði með okkur árið 1976 á upphaflega Tívolítúrnum en nú ætlar dóttursonur hans, Jóhann, að koma fram á þessum tónleikum,“ útskýrir Jakob Frímann. Það er því gaman að sjá hvernig Stuðmenn hafa skemmt heilu kynslóðunum og hvernig næsta kynslóð kemur að sýningu sveitarinnar. Stuðmenn slá eigið met í kvöld þegar þeirra lengsta törn á einum sólarhring í spilamennsku verður að veruleika. „Okkar fyrra met er frá árinu 1999 á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar við lékum frá klukkan 2.30 til 8.30. Nú er það 19.30 til 03.00,“ segir Jakob Frímann léttur í lundu. Stuðmenn leggja Hörpu undir sig í dag og kvöld er þeir halda tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu og þá fer fram Stuðmannaball í beinu framhaldi af seinni tónleikunum í Silfurbergi en sveitin hefur ekki komið fullskipuð fram á opinberum dansleik síðan árið 2005. Fyrir þá sem ekki eiga miða á tónleikana, fara örfáir miðar á dansleikinn eingöngu í sölu á hádegi á Harpa.is. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og seinni klukkan 22.30.
Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira