Þakið rifnar af Café Rosenberg Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. september 2014 11:30 Hljómsveitin The Aristocrats ætlar að rokka þakið af Rosenberg í kvöld. vísir/getty „Ég er pínu hræddur um að við munum rokka þakið af Rosenberg, en það er bara rokk og ról,“ segir Tom Matthews tónlistarmaður sem stendur fyrir tónleikum djass/rokk/fusion-hljómsveitarinnar The Aristocrats á Café Rosenberg í kvöld. Um er að ræða hljómsveit sem skipuð er virtum hljóðfæraleikurum á heimsvísu en þeir eru gítarleikarinn Guthrie Govan, trommuleikarinn Marco Minnemann og bassaleikarinn Bryan Beller. „Þetta eru allt miklir töframenn á sín hljóðfæri og hafa komið víða við,“ segir Tom. Til að mynda hefur bassaleikarinn Bryan Beller starfað með Stevie Vai og Dweezil Zappa. Sveitin var stofnuð fyrir slysni árið 2011 og æfði bara einu sinni fyrir sínu fyrstu tónleika. „Ég veit allavega að Guthrie vill prófa nýja hluti á tónleikum. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum og eru á tónleikaferðalagi um heiminn núna,“ segir Tom. Sveitin er nýkomin frá Asíu og er nú á ferð um Evrópu. The Aristocrats hefur gefið út tvær hljóðversplötur, eina samnefnda hljómsveitinni árið 2011 og Culture Clash á síðasta ári. Þá hefur hún einnig gefið út tónleikaplötu, Boing, We'll Do It Live! árið 2012. Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég er pínu hræddur um að við munum rokka þakið af Rosenberg, en það er bara rokk og ról,“ segir Tom Matthews tónlistarmaður sem stendur fyrir tónleikum djass/rokk/fusion-hljómsveitarinnar The Aristocrats á Café Rosenberg í kvöld. Um er að ræða hljómsveit sem skipuð er virtum hljóðfæraleikurum á heimsvísu en þeir eru gítarleikarinn Guthrie Govan, trommuleikarinn Marco Minnemann og bassaleikarinn Bryan Beller. „Þetta eru allt miklir töframenn á sín hljóðfæri og hafa komið víða við,“ segir Tom. Til að mynda hefur bassaleikarinn Bryan Beller starfað með Stevie Vai og Dweezil Zappa. Sveitin var stofnuð fyrir slysni árið 2011 og æfði bara einu sinni fyrir sínu fyrstu tónleika. „Ég veit allavega að Guthrie vill prófa nýja hluti á tónleikum. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum og eru á tónleikaferðalagi um heiminn núna,“ segir Tom. Sveitin er nýkomin frá Asíu og er nú á ferð um Evrópu. The Aristocrats hefur gefið út tvær hljóðversplötur, eina samnefnda hljómsveitinni árið 2011 og Culture Clash á síðasta ári. Þá hefur hún einnig gefið út tónleikaplötu, Boing, We'll Do It Live! árið 2012.
Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira