Ný Reykjavíkurdóttir bæði maður og kona 23. ágúst 2014 10:00 Kolfinna Nikulásdóttir og Ragna/r Jónsson segja skyldumætingu á tónleika Reykjavíkurdætra á Menningarnótt. Fréttablaðið/Andri Marinó „Mér hefur aldrei liðið eins og 100 prósent karlmanni, en ekki heldur bara konu. Frekar er ég hvorugkyn. Ég er að reyna að „kynjafokka“ öllu upp! Kyn fyrir mér er ekki „annaðhvort eða,“ ég er bara ég sjálf, og tel að allir ættu að vera það kyn sem þeir vilja og ekki skammast sín fyrir það,“ segir Ragna/r Jónsson, nýjasti meðlimur stuðsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Ragna/r ólst upp í Los Angeles til 13 ára aldurs. „Foreldrar mínir eru kvikmyndagerðarfólk og hafa unnið á mörgum sviðum lista. Ég geri mér grein fyrir því að margir elska L.A. en í mínum augum er hún „the pLAstic city.“ Þá meina ég að efnishyggjan er í botni og útlit skiptir næstum öllu máli, sem sagt svolítið yfirborðskennt. En ég elska samt L.A. og þar er fullt af frábæru fólki og fallegri menningu líka,“ bætir Ragna/r við. Um þessar mundir leggur hún stund á nám í Brown-háskóla í Bandaríkjunum. „Ég er núna í leyfi frá skólanum og einbeiti mér þessa dagana að því að færa íslensku þjóðinni fleiri liti í litróf lífsins,“ segir Ragna/r og hlær, en hún hefur lengi haft ástríðu fyrir rappi. „Ég hef búið með nokkrum röppurum lengi, bæði hérlendis og erlendis. Ég hef alltaf dottið við og við í rappið. Ég er lengi búin að vera í listum, til dæmis skáldskap, leiklist, dansi og alls konar elegans! Ég rak femínistablað í Providence, Rhode Island og er hluti af House of Bergeron sem er Kiki Vogue-danshópur í Providence,“ útskýrir Ragna/r sem kemur í fyrsta sinn fram með Reykjavíkurdætrum í dag og í kvöld, til að mynda í Ráðhúsinu og á Bar 11. „Það verður hellað! Mætingarskylda! Á sviðinu megið þið kalla mig Ragnarök Vanadís. Það skiptir í raun og veru engu máli hvort ég er Ragna eða Ragnar, kjóll eða smóking, kannski bara bæði? Só?“ Kolfinna Nikulásdóttir, Reykjavíkurdóttir, segir Rögnu kærkomna viðbót í hópinn. „Við erum sammála um að femínismi sé á krossgötum þessa dagana. Reykjavíkurdætur leggja sitt af mörkum til að þenja út jafnréttisbaráttuna og hvern hún varðar. Smátt og smátt minnkar tvíhyggjan og við erum að reyna að fá fólk til þess að horfast í augu við hversu ólík við erum öll í raun og hversu fjarstæðukennt það er að skilgreina allt mannkynið sem karl- eða kvenkyn.“ Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Mér hefur aldrei liðið eins og 100 prósent karlmanni, en ekki heldur bara konu. Frekar er ég hvorugkyn. Ég er að reyna að „kynjafokka“ öllu upp! Kyn fyrir mér er ekki „annaðhvort eða,“ ég er bara ég sjálf, og tel að allir ættu að vera það kyn sem þeir vilja og ekki skammast sín fyrir það,“ segir Ragna/r Jónsson, nýjasti meðlimur stuðsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Ragna/r ólst upp í Los Angeles til 13 ára aldurs. „Foreldrar mínir eru kvikmyndagerðarfólk og hafa unnið á mörgum sviðum lista. Ég geri mér grein fyrir því að margir elska L.A. en í mínum augum er hún „the pLAstic city.“ Þá meina ég að efnishyggjan er í botni og útlit skiptir næstum öllu máli, sem sagt svolítið yfirborðskennt. En ég elska samt L.A. og þar er fullt af frábæru fólki og fallegri menningu líka,“ bætir Ragna/r við. Um þessar mundir leggur hún stund á nám í Brown-háskóla í Bandaríkjunum. „Ég er núna í leyfi frá skólanum og einbeiti mér þessa dagana að því að færa íslensku þjóðinni fleiri liti í litróf lífsins,“ segir Ragna/r og hlær, en hún hefur lengi haft ástríðu fyrir rappi. „Ég hef búið með nokkrum röppurum lengi, bæði hérlendis og erlendis. Ég hef alltaf dottið við og við í rappið. Ég er lengi búin að vera í listum, til dæmis skáldskap, leiklist, dansi og alls konar elegans! Ég rak femínistablað í Providence, Rhode Island og er hluti af House of Bergeron sem er Kiki Vogue-danshópur í Providence,“ útskýrir Ragna/r sem kemur í fyrsta sinn fram með Reykjavíkurdætrum í dag og í kvöld, til að mynda í Ráðhúsinu og á Bar 11. „Það verður hellað! Mætingarskylda! Á sviðinu megið þið kalla mig Ragnarök Vanadís. Það skiptir í raun og veru engu máli hvort ég er Ragna eða Ragnar, kjóll eða smóking, kannski bara bæði? Só?“ Kolfinna Nikulásdóttir, Reykjavíkurdóttir, segir Rögnu kærkomna viðbót í hópinn. „Við erum sammála um að femínismi sé á krossgötum þessa dagana. Reykjavíkurdætur leggja sitt af mörkum til að þenja út jafnréttisbaráttuna og hvern hún varðar. Smátt og smátt minnkar tvíhyggjan og við erum að reyna að fá fólk til þess að horfast í augu við hversu ólík við erum öll í raun og hversu fjarstæðukennt það er að skilgreina allt mannkynið sem karl- eða kvenkyn.“
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira