Helgi með smá kvenfyrirlitningu Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Menningarnótt er eitt af þeim fyrirbærum sem fær mig, manninn sem býr „úti á landi“ til að elska Reykjavík. Þessi frjóa hugsun með öllu þessu hæfileikaríka fólk sem býr í borginni og safnast saman í miðbænum til að skapa og búa til eitthvað nýtt. Allt þetta líf sem verður til í miðbænum í höfuðborginni okkar er á heimsmælikvarða. Við búum yfir urmul af skapandi fólki. Ég vona að sem flestir kíki í miðbæinn og njóti menningarinnar og samvista við annað fólk. Um að gera að gera sér glaðan dag. Þessi viðburður hefur einnig breyst mikið undanfarið. Það er ekki langt síðan hann var ekkert nema bakpokafyllerí unglinga. Nú er öldin önnur og hátíðin í ár sú allra veglegasta. Síðan munum við um helgina fá til okkar sannkallaða stórstjörnu til að troða upp í Kórnum (knattspyrnuhús á stað þar sem vorar í júní sökum hæðar yfir sjávarmáli). Sú menning heillar mig almennt aðeins minna, þessi svokallaða poppmenning. Og ég skal segja ykkur af hverju. Við lifum í samfélagi þar sem við þurfum á hverjum einasta degi að berjast fyrir jöfnum hag kynjanna. Jafnréttið er ekki komið þó sumir vilji halda því fram. Poppmenningin gerir lítið úr konum. Þessi menningarheimur er uppfullur af merkjum um að konur séu ekki jafnháar okkur köllunum. Justin er víst á leiðinni til landsins. Það er spurning hvort hann taki þá lagið „Sexy Back“, sem hann gerði vinsælt hérna fyrir tæpum tíu árum. Textinn er um margt áhugaverður:Skítuga kvendi, sérðu hlekkina, Elskan ég er þræll þinn. Ég leyfi þér að slá mig með svipu ef ég haga mér ekki. Það er bara þannig að enginn annar lætur mér líða þannig. Komdu hérna stelpa, komdu baka til, VIP, ég býð upp á drykki, leyfðu mér að sjá hvernig þú twerkar, sjáðu þessar mjaðmir, þú færð mig til að brosa, haltu áfram barn, þú ert sexí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Arnarsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Menningarnótt er eitt af þeim fyrirbærum sem fær mig, manninn sem býr „úti á landi“ til að elska Reykjavík. Þessi frjóa hugsun með öllu þessu hæfileikaríka fólk sem býr í borginni og safnast saman í miðbænum til að skapa og búa til eitthvað nýtt. Allt þetta líf sem verður til í miðbænum í höfuðborginni okkar er á heimsmælikvarða. Við búum yfir urmul af skapandi fólki. Ég vona að sem flestir kíki í miðbæinn og njóti menningarinnar og samvista við annað fólk. Um að gera að gera sér glaðan dag. Þessi viðburður hefur einnig breyst mikið undanfarið. Það er ekki langt síðan hann var ekkert nema bakpokafyllerí unglinga. Nú er öldin önnur og hátíðin í ár sú allra veglegasta. Síðan munum við um helgina fá til okkar sannkallaða stórstjörnu til að troða upp í Kórnum (knattspyrnuhús á stað þar sem vorar í júní sökum hæðar yfir sjávarmáli). Sú menning heillar mig almennt aðeins minna, þessi svokallaða poppmenning. Og ég skal segja ykkur af hverju. Við lifum í samfélagi þar sem við þurfum á hverjum einasta degi að berjast fyrir jöfnum hag kynjanna. Jafnréttið er ekki komið þó sumir vilji halda því fram. Poppmenningin gerir lítið úr konum. Þessi menningarheimur er uppfullur af merkjum um að konur séu ekki jafnháar okkur köllunum. Justin er víst á leiðinni til landsins. Það er spurning hvort hann taki þá lagið „Sexy Back“, sem hann gerði vinsælt hérna fyrir tæpum tíu árum. Textinn er um margt áhugaverður:Skítuga kvendi, sérðu hlekkina, Elskan ég er þræll þinn. Ég leyfi þér að slá mig með svipu ef ég haga mér ekki. Það er bara þannig að enginn annar lætur mér líða þannig. Komdu hérna stelpa, komdu baka til, VIP, ég býð upp á drykki, leyfðu mér að sjá hvernig þú twerkar, sjáðu þessar mjaðmir, þú færð mig til að brosa, haltu áfram barn, þú ert sexí.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar