Stóra ryksugubannið 16. ágúst 2014 07:00 Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun