„Við ætlum að hita okkur upp fyrir eitt skemmtilegasta kvöld ársins,“ segir Áskell Harðarson, betur þekktur sem Housekell.
Housekell er einn plötusnúðanna að baki íslenska útgáfufyrirtækinu og plötusnúðateyminu BORG LTD.
BORG LTD stendur fyrir tónleikum á Vitatorgi á milli klukkan 17 og 20 í dag, laugardag.
„Við viljum bara dansa saman, skála saman og gleðjast saman. Fyrir fjölbreytileikanum!“ segir Housekell að lokum, og hvetur sem flesta til að leggja leið sína á Vitatorg í dag.
