Lítið miðar í friðarátt á Gasa Bjarki Ármannsson skrifar 9. ágúst 2014 08:30 Ísraelsher hefur gert rúmlega 5.000 loftárásir á Gasasvæðið undanfarinn mánuð. Nordicphotos/AFP Átök á Gasasvæðinu hófust að nýju í gærmorgun eftir þriggja sólarhringa vopnahlé. Eldflaugaárásir frá Gasa á Ísrael hófust að nýju aðeins nokkrum mínútum eftir að vopnahléinu lauk klukkan fimm um nótt að íslenskum tíma. Liðsmenn Hamas hafa hvorki staðfest né neitað að fyrstu árásirnar hafi komið frá þeim. Þeir segjast reiðubúnir að halda áfram friðarviðræðum í Kaíró. Ísraelsher kennir samtökunum aftur á móti um að hefja átökin á ný og svaraði með röð loftárása á Gasa. „Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. „Það verður ekki samið á meðan á átökum stendur.“ Fundur milli samningamanna frá Egyptalandi og Palestínu stóð yfir alla nóttina áður en vopnahléinu átti að ljúka án árangurs. Hamasliðar vilja að Ísraelsher aflétti umsátrinu um Gasa en segja að þeir muni ekki leggja niður vopn. Ísraelsmenn segjast ekki vilja aflétta umsátrinu nema Hamas afvopnist. Árásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið hafa nú staðið yfir í mánuð. Nærri tvö þúsund íbúar á svæðinu hafa látið lífið og tugir þúsunda lent á vergangi. Gasa Tengdar fréttir Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44 Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17 Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21 Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00 Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00 Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49 Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Átök á Gasasvæðinu hófust að nýju í gærmorgun eftir þriggja sólarhringa vopnahlé. Eldflaugaárásir frá Gasa á Ísrael hófust að nýju aðeins nokkrum mínútum eftir að vopnahléinu lauk klukkan fimm um nótt að íslenskum tíma. Liðsmenn Hamas hafa hvorki staðfest né neitað að fyrstu árásirnar hafi komið frá þeim. Þeir segjast reiðubúnir að halda áfram friðarviðræðum í Kaíró. Ísraelsher kennir samtökunum aftur á móti um að hefja átökin á ný og svaraði með röð loftárása á Gasa. „Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. „Það verður ekki samið á meðan á átökum stendur.“ Fundur milli samningamanna frá Egyptalandi og Palestínu stóð yfir alla nóttina áður en vopnahléinu átti að ljúka án árangurs. Hamasliðar vilja að Ísraelsher aflétti umsátrinu um Gasa en segja að þeir muni ekki leggja niður vopn. Ísraelsmenn segjast ekki vilja aflétta umsátrinu nema Hamas afvopnist. Árásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið hafa nú staðið yfir í mánuð. Nærri tvö þúsund íbúar á svæðinu hafa látið lífið og tugir þúsunda lent á vergangi.
Gasa Tengdar fréttir Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44 Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17 Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21 Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00 Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00 Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49 Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44
Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17
Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21
Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00
Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00
Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52
Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10
Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49
Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00