Róbert Örn Óskarsson, markmaður FH í Pepsi-deildinni, var í marki hjá liði sínu, Gemlingunum, á Mýrarboltanum vestur á Ísafirði um verslunarmannahelgina.
Þrátt fyrir að hafa atvinnumann í knattspyrnu innan raða liðsins var það ekki nóg í tilfelli Gemlinganna sem töpuðu í átta liða úrslitum í keppninni.
Það er því ljóst að það er ekki endilega ávísun á gott gengi í Mýrarboltanum að hafa atvinnumann á milli stanganna.
Atvinnumaður dugði ekki Gemlingunum
