1.460 Ísraelar og 63 Palestínumenn Mikael Torfason skrifar 2. ágúst 2014 11:33 Ímyndum okkur ef búið væri að drepa eitt þúsund fjögur hundruð og sextíu Ísraelsmenn – mest börn og saklausa borgara – og sextíu og þrjá Palestínumenn – mest vopnaða Hamas-liða. Já, dokum við og hugsum aðeins um hver afstaða heimsins til þessara átaka fyrir botni Miðjarðarhafs væri þá. Verðlaunablaðamaðurinn Robert Fisk orðaði þessa spurningu í bresku stórblaði í vikunni. Hann hafði svör á reiðum höndum og taldi sig vita að við slíka morðöldu af hendi Palestínumanna væri ekki unað. Og hvað ætli utanríkismálanefnd Alþingis myndi segja? Eða Bandaríkjaforseti? Í fyrradag mótmæltu á þriðja þúsund manns fyrir framan bandaríska sendiráðið á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauksson, einn forsprakka mótmælanna og formaður Íslands-Palestínu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ábyrgð Bandaríkjanna væri mikil og því hefði verið mótmælt fyrir utan sendiráð þeirra: „Enn þann dag í dag byrja ræður leiðtoga Bandaríkjanna á því að endurtaka skilyrðislausan stuðning við Ísrael og árétta rétt ríkisins til að verja sig,“ sagði Sveinn í blaðinu í gær og bætti því við að „aldrei minnist nokkur maður á rétt Palestínu til að verja sig“. Ætli allar ræður leiðtoga í Bandaríkjunum myndu hefjast á skilyrðislausum stuðningi við rétt Palestínumanna til að verja sig ef búið væri að drepa nærri fimmtán hundruð manns í Ísrael? Nei, ætli það. Í tilkynningu vegna mótmælanna á fimmtudag kom fram að á árunum 2009 til 2013 fluttu bandarísk stjórnvöld vopn að verðmæti sjö hundruð og þrjár milljónir átta hundruð og fimmtíu og þrjú þúsund átta hundruð tuttugu og sex Bandaríkjadala til Ísraels. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það væri erfitt að lesa úr þessari upphæð ef hún væri í íslenskum krónum. Sameinuðu þjóðirnar halda utan um hvaða vopn þetta eru. Jú, fimm hundruð níutíu og sex brynvarin farartæki, hundrað fjörutíu og eitt flugskeytakerfi, hundrað níutíu og tvær herflugvélar, hundrað tuttugu og átta herþyrlur og þrjú þúsund átta hundruð og fimm flugskeyti og eldflaugavörpur. Jæja. Eigum við að ímynda okkur eitt í viðbót? Það að Palestínumenn væru búnir að sprengja upp skóla Sameinuðu þjóðanna í Ísrael og kannski sjúkrahús Sameinuðu þjóðanna líka. Í gær birtum við einmitt viðtal á Vísi við starfsmann Sameinuðu þjóðanna sem brotnaði niður og hágrét í beinni útsendingu. Hver ætli viðbrögð heimsins væru ef það viðtal hefði snúist um blóðbað í Ísrael af völdum sturlaðra Palestínumanna sem væru búnir að múra almenning í Ísrael inn í rafmagnslaust gettó og hikuðu ekki við að drepa börn og óbreytta borgara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Ímyndum okkur ef búið væri að drepa eitt þúsund fjögur hundruð og sextíu Ísraelsmenn – mest börn og saklausa borgara – og sextíu og þrjá Palestínumenn – mest vopnaða Hamas-liða. Já, dokum við og hugsum aðeins um hver afstaða heimsins til þessara átaka fyrir botni Miðjarðarhafs væri þá. Verðlaunablaðamaðurinn Robert Fisk orðaði þessa spurningu í bresku stórblaði í vikunni. Hann hafði svör á reiðum höndum og taldi sig vita að við slíka morðöldu af hendi Palestínumanna væri ekki unað. Og hvað ætli utanríkismálanefnd Alþingis myndi segja? Eða Bandaríkjaforseti? Í fyrradag mótmæltu á þriðja þúsund manns fyrir framan bandaríska sendiráðið á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauksson, einn forsprakka mótmælanna og formaður Íslands-Palestínu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ábyrgð Bandaríkjanna væri mikil og því hefði verið mótmælt fyrir utan sendiráð þeirra: „Enn þann dag í dag byrja ræður leiðtoga Bandaríkjanna á því að endurtaka skilyrðislausan stuðning við Ísrael og árétta rétt ríkisins til að verja sig,“ sagði Sveinn í blaðinu í gær og bætti því við að „aldrei minnist nokkur maður á rétt Palestínu til að verja sig“. Ætli allar ræður leiðtoga í Bandaríkjunum myndu hefjast á skilyrðislausum stuðningi við rétt Palestínumanna til að verja sig ef búið væri að drepa nærri fimmtán hundruð manns í Ísrael? Nei, ætli það. Í tilkynningu vegna mótmælanna á fimmtudag kom fram að á árunum 2009 til 2013 fluttu bandarísk stjórnvöld vopn að verðmæti sjö hundruð og þrjár milljónir átta hundruð og fimmtíu og þrjú þúsund átta hundruð tuttugu og sex Bandaríkjadala til Ísraels. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það væri erfitt að lesa úr þessari upphæð ef hún væri í íslenskum krónum. Sameinuðu þjóðirnar halda utan um hvaða vopn þetta eru. Jú, fimm hundruð níutíu og sex brynvarin farartæki, hundrað fjörutíu og eitt flugskeytakerfi, hundrað níutíu og tvær herflugvélar, hundrað tuttugu og átta herþyrlur og þrjú þúsund átta hundruð og fimm flugskeyti og eldflaugavörpur. Jæja. Eigum við að ímynda okkur eitt í viðbót? Það að Palestínumenn væru búnir að sprengja upp skóla Sameinuðu þjóðanna í Ísrael og kannski sjúkrahús Sameinuðu þjóðanna líka. Í gær birtum við einmitt viðtal á Vísi við starfsmann Sameinuðu þjóðanna sem brotnaði niður og hágrét í beinni útsendingu. Hver ætli viðbrögð heimsins væru ef það viðtal hefði snúist um blóðbað í Ísrael af völdum sturlaðra Palestínumanna sem væru búnir að múra almenning í Ísrael inn í rafmagnslaust gettó og hikuðu ekki við að drepa börn og óbreytta borgara?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun