Horfa til nýrrar holu í Surtsey Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Að morgni 14. nóvember 1963 varð vart neðansjávareldgoss suður af Vestmannaeyjum. Á endanum varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs. Eyjan var friðlýst árið 1965. Mynd/Erling Ólafsson Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar. Surtsey Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar.
Surtsey Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira