Tónlistarkonan Sóley ætlar að frumflytja nýtt lag á tónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld.
Fyrr í mánuðinum gaf hún út píanóstuttskífuna Krómantik og mun hún einnig spila lög af henni í kvöld. Skífan hefur að geyma átta lög, sem flest eru ósungin.
Þrjú ár eru liðin síðan Sóley sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu í fullri lengd, We Sink, sem fékk mjög góðar viðtökur. Hún kom út á vegum þýska fyrirtækisins Morr Music.
Önnur sólóplata hennar í fullri lengd er væntanleg á næsta ári og hefur hún verið önnum kafin við upptökur á henni á þessu ári.
Sóley frumflytur nýtt lag
