Aldrei að vita hvað gerist á sviðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júlí 2014 12:00 „Þetta verður að mestu leyti nýtt efni af sólóplötu sem ég er að vinna,“ segir Sigurlaug Gísladóttir, öðru nafni Mr. Silla, um dagskrá tónleikanna sem hún heldur í Mengi í kvöld. „Ég hef aldrei spilað þessi lög fyrir áhorfendur áður og hlakka mikið til.“ Mr. Silla er nafnið sem Silla notar þegar hún kemur fram ein en hún segir það ekki hafa neina karllæga merkingu. „Þetta er bara gælunafn sem vinur minn byrjaði að kalla mig fyrir fyrir mörgum árum og það festist við mig þannig að ég ákvað að nota það sem listamannsnafn.“ Auk sólóferilsins kemur Silla fram með múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade og Low Roar þannig að hún hefur nóg að gera í tónlistinni. Reyndar er hún líka útskrifaður myndlistarmaður úr LHÍ og hefur unnið töluvert við myndlist, en segir tónlistina hafa orðið ofan á. „Stundum samræmi ég nú tónlistina og myndlistina, þetta skiptist töluvert á.“ Myndlistarkonan skín í gegn í búningum Sillu á sviði, sem hún segist hafa lagt mikið upp úr í gegnum tíðina, en hún sé reyndar ekki enn búin að ákveða í hverju hún ætli að vera í kvöld, það sé minna atriði en áður. „Ég er svona aðeins að þreifa fyrir mér að spila þetta „læf“ í kvöld, en það er aldrei að vita hvað gerist á sviðinu.“ Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta verður að mestu leyti nýtt efni af sólóplötu sem ég er að vinna,“ segir Sigurlaug Gísladóttir, öðru nafni Mr. Silla, um dagskrá tónleikanna sem hún heldur í Mengi í kvöld. „Ég hef aldrei spilað þessi lög fyrir áhorfendur áður og hlakka mikið til.“ Mr. Silla er nafnið sem Silla notar þegar hún kemur fram ein en hún segir það ekki hafa neina karllæga merkingu. „Þetta er bara gælunafn sem vinur minn byrjaði að kalla mig fyrir fyrir mörgum árum og það festist við mig þannig að ég ákvað að nota það sem listamannsnafn.“ Auk sólóferilsins kemur Silla fram með múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade og Low Roar þannig að hún hefur nóg að gera í tónlistinni. Reyndar er hún líka útskrifaður myndlistarmaður úr LHÍ og hefur unnið töluvert við myndlist, en segir tónlistina hafa orðið ofan á. „Stundum samræmi ég nú tónlistina og myndlistina, þetta skiptist töluvert á.“ Myndlistarkonan skín í gegn í búningum Sillu á sviði, sem hún segist hafa lagt mikið upp úr í gegnum tíðina, en hún sé reyndar ekki enn búin að ákveða í hverju hún ætli að vera í kvöld, það sé minna atriði en áður. „Ég er svona aðeins að þreifa fyrir mér að spila þetta „læf“ í kvöld, en það er aldrei að vita hvað gerist á sviðinu.“
Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira