Vonskuveður setti strik í listsköpunina Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2014 09:30 Verk Kristínar Þorláksdóttur og Ýmis Grönvold kallast Afapollur og er á húsvegg við höfnina í Vestmannaeyjum. mynd/Laufey Konný Guðjónsdóttir „Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir. Veður Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
„Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir.
Veður Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira