Hvert eiga Gasabúar að flýja? Björk Vilhelmsdóttir skrifar 22. júlí 2014 07:00 Undanfarið hefur oft heyrst að Ísraelsher vari Gasabúa við áður en sprengt er og hvetji þá til að flýja. En hvert eiga þeir að flýja? Ísrael lokar alveg svæðinu af til norðurs og austurs. Aðeins eitt hlið, Erez, er á landamærunum og í gegnum það fara engir Palestínumenn. Í vestur er sjórinn. Þar liggja ísraelsk skip sem hafa stöðugt verið með árásir á Gasaströndina. Í suður eru landamæri sem eru lokuð af Egyptalandi. Þar er eitt hlið, Rafah, og það er að öllu jöfnu lokað allri umferð. Stundum er það opið erlendum aðilum en eiginlega aldrei Palestínumönnum. Einstöku sinnum er gerð undantekning á því. Frá því núverandi árásarhrina hófst hleyptu þeir einn daginn 12 særðum í gegn, síðan hefur verið lokað. Það er ekki að ástæðulausu að Gasa hefur verið lýst sem stærsta fangelsi í heimi og undir berum himni. Það er af sömu ástæðu sem Palestínumenn hafa grafið göng undir landamærin. Göngin voru flutningaleið fyrir brýnustu nauðsynjar og lágu hundruð þeirra hjá Rafah, en hafa verið eyðilögð af egypska hernum. Ísraelsher segir tilgang landhernaðar nú vera að uppræta þau göng inn í Ísrael sem andspyrnuhópar hafa gert norðanmegin á Gaza. Fyrir það eru íbúar nærliggjandi byggða látnir gjalda með lífi sínu. Beitt er hóprefsingu sem kostað hefur hundruð mannslífa, ekki síst barna, kvenna og aldraðra sem hafa engan stað að flýja í. Berangur, sjúkrahús eða moska? Það er lokað í allar áttir, en geta Gasabúar þá farið út á berangur, í moskur, skóla eða á sjúkrahús? Því miður er það ekki svarið. Berangur er óvíða, enda þéttbýlasta svæði jarðar. Síðustu daga hafa börn verið drepin sem hlupu á ströndinni og önnur sem forðuðu sér upp á þak. Sjúkrahúsið El-Wafa var sprengt og moskur eru sérstök skotmörk, þar sem uppræta á Hamas sem er jú skilgreind sem íslömsk andspyrnuhreyfing.Viltu frið á Gasa? Það er hægt að mótmæla blóðbaðinu með ýmsum hætti og sýna samstöðu með Palestínumönnum. Við almenningur getum beitt sniðgöngu og hætt að kaupa vörur frá Ísrael. Styrkja má neyðaraðstoð m.a. á heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína, www.palestina.is. Reikningsnúmerið er 542-26-6990, kt. 520188-1349. Þá stendur FÍP fyrir útifundi nú á miðvikudag kl. 17 á Ingólfstorgi. Þar er krafan reist um alþjóðlega vernd fyrir íbúa Palestínu, að blóðbaðið verði stöðvað nú þegar og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur oft heyrst að Ísraelsher vari Gasabúa við áður en sprengt er og hvetji þá til að flýja. En hvert eiga þeir að flýja? Ísrael lokar alveg svæðinu af til norðurs og austurs. Aðeins eitt hlið, Erez, er á landamærunum og í gegnum það fara engir Palestínumenn. Í vestur er sjórinn. Þar liggja ísraelsk skip sem hafa stöðugt verið með árásir á Gasaströndina. Í suður eru landamæri sem eru lokuð af Egyptalandi. Þar er eitt hlið, Rafah, og það er að öllu jöfnu lokað allri umferð. Stundum er það opið erlendum aðilum en eiginlega aldrei Palestínumönnum. Einstöku sinnum er gerð undantekning á því. Frá því núverandi árásarhrina hófst hleyptu þeir einn daginn 12 særðum í gegn, síðan hefur verið lokað. Það er ekki að ástæðulausu að Gasa hefur verið lýst sem stærsta fangelsi í heimi og undir berum himni. Það er af sömu ástæðu sem Palestínumenn hafa grafið göng undir landamærin. Göngin voru flutningaleið fyrir brýnustu nauðsynjar og lágu hundruð þeirra hjá Rafah, en hafa verið eyðilögð af egypska hernum. Ísraelsher segir tilgang landhernaðar nú vera að uppræta þau göng inn í Ísrael sem andspyrnuhópar hafa gert norðanmegin á Gaza. Fyrir það eru íbúar nærliggjandi byggða látnir gjalda með lífi sínu. Beitt er hóprefsingu sem kostað hefur hundruð mannslífa, ekki síst barna, kvenna og aldraðra sem hafa engan stað að flýja í. Berangur, sjúkrahús eða moska? Það er lokað í allar áttir, en geta Gasabúar þá farið út á berangur, í moskur, skóla eða á sjúkrahús? Því miður er það ekki svarið. Berangur er óvíða, enda þéttbýlasta svæði jarðar. Síðustu daga hafa börn verið drepin sem hlupu á ströndinni og önnur sem forðuðu sér upp á þak. Sjúkrahúsið El-Wafa var sprengt og moskur eru sérstök skotmörk, þar sem uppræta á Hamas sem er jú skilgreind sem íslömsk andspyrnuhreyfing.Viltu frið á Gasa? Það er hægt að mótmæla blóðbaðinu með ýmsum hætti og sýna samstöðu með Palestínumönnum. Við almenningur getum beitt sniðgöngu og hætt að kaupa vörur frá Ísrael. Styrkja má neyðaraðstoð m.a. á heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína, www.palestina.is. Reikningsnúmerið er 542-26-6990, kt. 520188-1349. Þá stendur FÍP fyrir útifundi nú á miðvikudag kl. 17 á Ingólfstorgi. Þar er krafan reist um alþjóðlega vernd fyrir íbúa Palestínu, að blóðbaðið verði stöðvað nú þegar og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar