Pastaréttur með rækjum
450 g stórar rækjur
1 tsk. pipar
1 tsk. salt
1 ½ tsk. sítrónu- og jurtakrydd
1 ½ msk. ólífuolía
3 sítrónur
6 hvítlauksgeirar
½ laukur, smátt saxaður
½ bolli þurrt hvítvín
2 bolli kjúklingasoð
1 msk. smjör
1 msk. hveiti
450 g heilhveitipasta
¼ bolli steinselja, söxuð
Blandið pipar, salti og sítrónukryddi saman við rækjurnar í lítilli skál. Setjið olíuna á pönnu yfir lágum hita og steikið hvítlauk og lauk í um þrjátíu sekúndur. Setjið rækjurnar ofan á laukblönduna og steikið í um þrjátíu sekúndur á hvorri hlið eða þangað til þær eru orðnar bleikar. Fjarlægið af hellunni og kreistið hálfa sítrónu yfir rækjurnar og setjið til hliðar.
Hellið hvítvíni, kjúklingaseyði og restinni af sítrónusafanum á pönnuna og látið sjóða. Lækkið hitann og eldið blönduna í um tíu mínútur.
Látið sjóða í stórum potti, bætið pastanu saman við og eldið það samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Hellið því næst vatninu af pastanu.
Hyljið smjör í hveiti, bætið við hvítvínsblönduna og hrærið þangað til smjörið er bráðnað. Lækkið hitann og bætið pastanu saman við. Leyfið pastanu að drekka í sig sósuna í um mínútu. Bætið rækjunum saman við og blandið öllu vel saman. Skreytið með steinselju, takið af eldavélinni og berið fram.
Fengið hér.