Varð leikari alveg óvart Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2014 12:00 James Garner í hlutverki sínu sem einkaspæjarinn Jim Rockford. vísir/getty Leikarinn James Garner lést á heimili sínu í Los Angeles á laugardaginn, 86 ára að aldri. Ekki er ljóst hver dánarorsökin var en James fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan opinberlega eftir það. James Scott Bumgarner fæddist þann 7. apríl árið 1928 í Norman í Oklahoma í Bandaríkjunum. Móðir hans lést þegar hann var fjögurra ára og þá fluttist hann með bræðrum sínum tveimur til ættingja sinna. Á unglingsárunum flutti hann til föður síns í Los Angeles og hætti í miðskólanum í Hollywood til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Jantzen-baðföt. „Ég hafði ekki áhuga fyrr en ég heyrði að þeir borguðu 25 dollara á tímann. Það var meira en skólastjóri þénaði,“ sagði James í sjálfsævisögu sinni the Garner Files sem kom út árið 2011. James sinnti herskyldu í fjórtán mánuði og barðist í Kóreustríðinu. Fyrir frammistöðu sína var hann heiðraður með tveimur fjólubláum hjörtum, orðu sem þeir sem særast eða látast í bardaga fá. James var frekar ómannblendinn og sagðist hvorki hafa áhuga á leiklist né sótti hann leiklistarnám. Hann flæktist í bransann alveg óvart þegar vinur hans, Paul Gregory, bauð honum hlutverk án orða í Broadway-leikritinu The Caine Mutiny Court-Martial sem leikstýrt var af Charles Laughton og skartaði Henry Fonda og Lloyd Nolan í aðalhlutverkunum. „Ég lærði að hlusta. Vandamálið með marga leikara er að þeir bíða eftir línunum sínum, bíða eftir að þeir geti talað. Þú verður hluti af verkinu ef þú hlustar. Ég lærði að gera aldrei ráð fyrir neinu. Það hjálpaði mér mikið sem leikara,“ sagði James í viðtali við Archive of American Television árið 1999. James komst á samning hjá Warner Bros og fékk ýmis hlutverk árið 1956. Árið eftir landaði hann hlutverki sem hinn hnyttni kvennaljómi Bret Maverick í sjónvarpsþáttunum Maverick. Árið 1962 var honum sagt upp í kjölfar verkfalls handritshöfunda. Þá kallaði kvikmyndabransinn og lék hann í myndum á borð við The Great Esacpe, Grand Prix og Hour of the Gun. Árið 1974 fékk hann síðan hlutverk einkaspæjarans Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum The Rockford Files. James hlaut tilnefningu til Emmy-verðlaunanna sem besti leikari fyrir Rockford í fimm ár í röð og fékk verðlaunin árið 1977. Hann lék í eigin áhættuatriðum og var því þjakaður af hné- og bakmeiðslum. Hann yfirgaf þáttinn árið 1980 og Universal fór í mál við hann. Síðar fór hann í mál vegna hagnaðar af endursýningum og tók mörg ár að útkljá það.James lék á móti Genu Rowlands í The Notebook.James átti farsælan feril í leiklistinni. Hann fékk tilnefningu til Golden Globe-verðlauna árið 1984 fyrir sjónvarpsmyndina Heartsounds og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1985 fyrir Murphy‘s Romance. Síðasta stórmyndin sem hann fór með veigamikið hlutverk í var The Notebook frá árinu 2004. Í henni lék hann Duke. Í sjónvarpi hlaut hann Emmy-verðlaunin árið 1987 fyrir Promise og Golden Globe-verðlaunin fyrir Decoration Day árið 1990 og Barbarians at the Gate þremur árum síðar. James skilur eftir sig eiginkonuna Lois Clarke en þau höfðu verið gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig eftir sig dóttur og stjúpdóttur.James með eiginkonu sinni Lois Clarke. Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Stjörnurnar syrgja James Garner Minnast fallins félaga. 21. júlí 2014 10:00 Leikarinn James Garner látinn Lést í gær, 86 ára að aldri. 20. júlí 2014 12:12 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Leikarinn James Garner lést á heimili sínu í Los Angeles á laugardaginn, 86 ára að aldri. Ekki er ljóst hver dánarorsökin var en James fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan opinberlega eftir það. James Scott Bumgarner fæddist þann 7. apríl árið 1928 í Norman í Oklahoma í Bandaríkjunum. Móðir hans lést þegar hann var fjögurra ára og þá fluttist hann með bræðrum sínum tveimur til ættingja sinna. Á unglingsárunum flutti hann til föður síns í Los Angeles og hætti í miðskólanum í Hollywood til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Jantzen-baðföt. „Ég hafði ekki áhuga fyrr en ég heyrði að þeir borguðu 25 dollara á tímann. Það var meira en skólastjóri þénaði,“ sagði James í sjálfsævisögu sinni the Garner Files sem kom út árið 2011. James sinnti herskyldu í fjórtán mánuði og barðist í Kóreustríðinu. Fyrir frammistöðu sína var hann heiðraður með tveimur fjólubláum hjörtum, orðu sem þeir sem særast eða látast í bardaga fá. James var frekar ómannblendinn og sagðist hvorki hafa áhuga á leiklist né sótti hann leiklistarnám. Hann flæktist í bransann alveg óvart þegar vinur hans, Paul Gregory, bauð honum hlutverk án orða í Broadway-leikritinu The Caine Mutiny Court-Martial sem leikstýrt var af Charles Laughton og skartaði Henry Fonda og Lloyd Nolan í aðalhlutverkunum. „Ég lærði að hlusta. Vandamálið með marga leikara er að þeir bíða eftir línunum sínum, bíða eftir að þeir geti talað. Þú verður hluti af verkinu ef þú hlustar. Ég lærði að gera aldrei ráð fyrir neinu. Það hjálpaði mér mikið sem leikara,“ sagði James í viðtali við Archive of American Television árið 1999. James komst á samning hjá Warner Bros og fékk ýmis hlutverk árið 1956. Árið eftir landaði hann hlutverki sem hinn hnyttni kvennaljómi Bret Maverick í sjónvarpsþáttunum Maverick. Árið 1962 var honum sagt upp í kjölfar verkfalls handritshöfunda. Þá kallaði kvikmyndabransinn og lék hann í myndum á borð við The Great Esacpe, Grand Prix og Hour of the Gun. Árið 1974 fékk hann síðan hlutverk einkaspæjarans Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum The Rockford Files. James hlaut tilnefningu til Emmy-verðlaunanna sem besti leikari fyrir Rockford í fimm ár í röð og fékk verðlaunin árið 1977. Hann lék í eigin áhættuatriðum og var því þjakaður af hné- og bakmeiðslum. Hann yfirgaf þáttinn árið 1980 og Universal fór í mál við hann. Síðar fór hann í mál vegna hagnaðar af endursýningum og tók mörg ár að útkljá það.James lék á móti Genu Rowlands í The Notebook.James átti farsælan feril í leiklistinni. Hann fékk tilnefningu til Golden Globe-verðlauna árið 1984 fyrir sjónvarpsmyndina Heartsounds og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1985 fyrir Murphy‘s Romance. Síðasta stórmyndin sem hann fór með veigamikið hlutverk í var The Notebook frá árinu 2004. Í henni lék hann Duke. Í sjónvarpi hlaut hann Emmy-verðlaunin árið 1987 fyrir Promise og Golden Globe-verðlaunin fyrir Decoration Day árið 1990 og Barbarians at the Gate þremur árum síðar. James skilur eftir sig eiginkonuna Lois Clarke en þau höfðu verið gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig eftir sig dóttur og stjúpdóttur.James með eiginkonu sinni Lois Clarke.
Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Stjörnurnar syrgja James Garner Minnast fallins félaga. 21. júlí 2014 10:00 Leikarinn James Garner látinn Lést í gær, 86 ára að aldri. 20. júlí 2014 12:12 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið