Gunnar gríðarlega vinsæll í Írlandi

Hann hefur barist hér nokkrum sinnum og æfir einnig hér oft með þjálfara sínum, John Kavanagh. Á rölti með Gunnari um götur Dublin í gær var kallað á hann og þess óskað að hann leggi Zak Cummings á morgun.
Gunnar nýtur því mikillar hylli í Dublin og hann veit að hann mun fá gríðarlegan stuðning úr stúkunni. Á fjölmiðladeginum á miðvikudag var fullt af stuðningsmönnum og Gunnar fékk næstmestan stuðning úr salnum. Heimamaðurinn Connor McGregor er eðlilega vinsælastur.
Okkar maður verður því á heimavelli í o2 Arena og um 9.000 Írar munu hvetja hann til dáða gegn Cummings sem er þegar farinn að undirbúa sig fyrir erfiðan útivöll.
Tengdar fréttir

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn
Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Gunnar fékk frábærar viðtökur á æfingu í gær | Myndir
Í gær fór fram opin æfing frammi fyrir fjölmiðlum og aðdáendum fyrir UFC bardagakvöldið í Dublin á laugardaginn kemur. Gunnar Nelson tók létta æfingu og fékk frábærar viðtökur frá heimamönnum.

UFC hefur áhuga á því að halda bardagakvöld á Íslandi
Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, telur að það sé raunhæfur möguleiki að UFC haldi viðburð á Íslandi en Haraldur hefur átt í óformlegum viðræður við UFC um slíkt.

Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband
Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.

Gunnar: Ég verð stundum æstur
Fylgst með undirbúningi Gunnars Nelson í þessum frábæra smáþætti frá UFC.