Gaf Íslandi veggmynd Baldvin Þormóðsson skrifar 17. júlí 2014 16:00 Oliver Luckett hefur mikla trú á listasenunni í Reykjavík og vill efla samstarf á milli landa. mynd/aðsend Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend Íslandsvinir Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend
Íslandsvinir Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira