Sá hættir lífi sínu sem ekki flýr í burt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. júlí 2014 07:00 Um fjögur þúsund Palestínumenn eru á flótta í norðurhluta Gasa en ísraelsk yfirvöld hafa tilkynnt að hver sá sem ekki flýr af svæðinu muni hætta lífinu. Vísir/AFP Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa flúið svæðin í norðurhluta Gasa en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár. Ísraelsmenn hafa nú í sex daga látið eldflaugum rigna yfir svæði Palestínumanna og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa að minnsta kosti 160 manns látist. Meðal hinna látnu er sextán manna fjölskylda sem lést í árásinni síðastliðinn laugardag. Hafa aðfarirnar verið gagnrýndar af Navi Pillay, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas-samtakanna. Hvað sem því líður telja fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum að um 77 prósent þeirra föllnu séu almennir borgarar. Snemma í gær sprengdi ísraelski herinn upp mikilvægar bækistöðvar Hamas-liða en haft er eftir Manuel Hassassian, sendifulltrúa palestínskra yfirvalda í Lundúnum, að Hamas-liðar væru í flestum tilfellum óaðgreinanlegur hluti palestínskra borgara svo erfitt væri að uppræta samtökin með sprengjuárásum. Flóttabylgjan nú kemur í kjölfar hótana ísraelsku stjórnarinnar en tilkynningu var dreift um svæðið úr lofti þar sem sagði að hver sá sem léti undir höfuð leggjast að koma sér á brott væri að hætta lífi sínu þar sem ísraelski herinn muni nú láta kné fylgja kviði. Fjöldi flóttamanna hefur fengið skjól í skóla sem alþjóðlegar herdeildir halda úti í grenndinni. Um átta hundruð manns með tvöfalt ríkisfang hafa farið til Ísraels en haft hefur verið eftir flóttamönnum á BBC að margir hefðu í engin hús að venda. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst en fátt bendir til þess að þeir muni hafa erindi sem erfiði. Sérstaklega dvínuðu slíkar vonir þegar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði fréttamönnum að tilraunir manna erlendis frá gætu ekki komið í veg fyrir að Ísraelsmenn beittu fullri hörku í þessum aðförum sínum. Gasa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa flúið svæðin í norðurhluta Gasa en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár. Ísraelsmenn hafa nú í sex daga látið eldflaugum rigna yfir svæði Palestínumanna og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa að minnsta kosti 160 manns látist. Meðal hinna látnu er sextán manna fjölskylda sem lést í árásinni síðastliðinn laugardag. Hafa aðfarirnar verið gagnrýndar af Navi Pillay, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas-samtakanna. Hvað sem því líður telja fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum að um 77 prósent þeirra föllnu séu almennir borgarar. Snemma í gær sprengdi ísraelski herinn upp mikilvægar bækistöðvar Hamas-liða en haft er eftir Manuel Hassassian, sendifulltrúa palestínskra yfirvalda í Lundúnum, að Hamas-liðar væru í flestum tilfellum óaðgreinanlegur hluti palestínskra borgara svo erfitt væri að uppræta samtökin með sprengjuárásum. Flóttabylgjan nú kemur í kjölfar hótana ísraelsku stjórnarinnar en tilkynningu var dreift um svæðið úr lofti þar sem sagði að hver sá sem léti undir höfuð leggjast að koma sér á brott væri að hætta lífi sínu þar sem ísraelski herinn muni nú láta kné fylgja kviði. Fjöldi flóttamanna hefur fengið skjól í skóla sem alþjóðlegar herdeildir halda úti í grenndinni. Um átta hundruð manns með tvöfalt ríkisfang hafa farið til Ísraels en haft hefur verið eftir flóttamönnum á BBC að margir hefðu í engin hús að venda. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst en fátt bendir til þess að þeir muni hafa erindi sem erfiði. Sérstaklega dvínuðu slíkar vonir þegar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði fréttamönnum að tilraunir manna erlendis frá gætu ekki komið í veg fyrir að Ísraelsmenn beittu fullri hörku í þessum aðförum sínum.
Gasa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira