Töfrandi list í sirkustjaldi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2014 10:30 Stemningin í sirkustjaldinu var fyrsta flokks og áhorfendur afar sáttir við Sirkus Íslands. Mynd/Sirkus Íslands Sirkus Heima er best Sirkus Íslands Í fjölskyldusýningu Sirkuss Íslands, Heima er best, er ýmsum listformum sem vel þekkt eru innan sirkusheimsins blandað saman. Loftfimleikar, gripl, listir með húllahringi, trúðaleikur og dans svo fátt eitt sé nefnt. Sirkusstjóri stjórnar svo herlegheitunum og tryggir að sýningin renni ljúflega áfram en það hlutverk leysir Margrét Erla Maack prýðilega af hendi. En byrjum á byrjuninni. Sirkusinn festi nýlega kaup á veglegu sirkustjaldi, Jöklu, til að geta ferðast um landið þvert og endilangt og sýnt listir sínar. Það er mikilfengleg sjón að sjá það gægjast upp úr kjarrinu á Klambratúni og ekki síðri sjón að standa fyrir framan það og berja það augum í allri sinni dýrð. Þá strax fyllist maður barnslegum sirkusanda. Og ekki minnkar hann við komuna inn í tjaldið. Yndisleg lykt, sem er sambland af sykurflosi, poppi og töfrum, fyllir vitin og um stund líður manni eins og um óræða galdraveröld sé að ræða. Flestöll atriðin í sýningunni eru vel útfærð og hæfilega löng. Í nokkrum þeirra fór þó eitthvað úrskeiðis, minniháttar atriði svo sem. Í þeim sviðslistum sem við þekkjum hvað best hér á landi myndu svoleiðis mistök setja strik í reikninginn en sirkusgestir eru hins vegar fúsari til að fyrirgefa. Sirkuslistamenn búa líka við þann munað að geta snúið smávægilegum mistökum uppí grín. Ég persónulega hefði þó viljað örlítið færri hnökra því það er bersýnilegt að þessi sýning hefur verið æfð í þaula og er drifin áfram af ástríðu og mikilli ást á sirkusforminu. Tveir trúðar koma við sögu eins og algengt er í sirkus og var ég sérstaklega hrifin af þeim. Mjög skýrar hreyfingar og karakterar sem gerðu atriði þeirra afar auðskiljanleg og fyndin. Einnig voru loftfimleikarnir framúrskarandi og náðu listamennirnir að láta erfiðar æfingar líta út eins og barnaleik. Griplið er þó mitt eftirlætissirkuslistaform og var það hrein unun á að líta enda ávallt hrífandi að horfa á listamenn framkvæma atriði sem maður telur ómöguleg í huganum. Hljóðkerfið í tjaldinu er ekki eins og best verður á kosið og bitnaði það á Margréti Erlu enda nánast eina manneskjan sem talar í sýningunni. Margrét Erla er full af orku eins og hún sýnir með líkamstjáningu en orðin komust ekki eins vel til skila og skrifast það á hljóðkerfið. Loks vil ég þakka Lee Nelson, forsprakka Sirkuss Íslands, fyrir að færa sirkusinn til okkar landsmanna og óska honum, og öllum sem standa að sirkusnum, til hamingju með þetta íburðarmikla sirkustjald sem á vonandi eftir að færa Íslendingum sirkuslistir um ókomna tíð. Heima er best lofar góðu um framtíðina og á sirkusinn án efa eftir að vaxa og dafna á næstu árum.Niðurstaða: Flott og kraftmikil sýning sem hrífur áhorfendur þótt hún sé ekki hnökralaus. Gagnrýni Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Sirkus Heima er best Sirkus Íslands Í fjölskyldusýningu Sirkuss Íslands, Heima er best, er ýmsum listformum sem vel þekkt eru innan sirkusheimsins blandað saman. Loftfimleikar, gripl, listir með húllahringi, trúðaleikur og dans svo fátt eitt sé nefnt. Sirkusstjóri stjórnar svo herlegheitunum og tryggir að sýningin renni ljúflega áfram en það hlutverk leysir Margrét Erla Maack prýðilega af hendi. En byrjum á byrjuninni. Sirkusinn festi nýlega kaup á veglegu sirkustjaldi, Jöklu, til að geta ferðast um landið þvert og endilangt og sýnt listir sínar. Það er mikilfengleg sjón að sjá það gægjast upp úr kjarrinu á Klambratúni og ekki síðri sjón að standa fyrir framan það og berja það augum í allri sinni dýrð. Þá strax fyllist maður barnslegum sirkusanda. Og ekki minnkar hann við komuna inn í tjaldið. Yndisleg lykt, sem er sambland af sykurflosi, poppi og töfrum, fyllir vitin og um stund líður manni eins og um óræða galdraveröld sé að ræða. Flestöll atriðin í sýningunni eru vel útfærð og hæfilega löng. Í nokkrum þeirra fór þó eitthvað úrskeiðis, minniháttar atriði svo sem. Í þeim sviðslistum sem við þekkjum hvað best hér á landi myndu svoleiðis mistök setja strik í reikninginn en sirkusgestir eru hins vegar fúsari til að fyrirgefa. Sirkuslistamenn búa líka við þann munað að geta snúið smávægilegum mistökum uppí grín. Ég persónulega hefði þó viljað örlítið færri hnökra því það er bersýnilegt að þessi sýning hefur verið æfð í þaula og er drifin áfram af ástríðu og mikilli ást á sirkusforminu. Tveir trúðar koma við sögu eins og algengt er í sirkus og var ég sérstaklega hrifin af þeim. Mjög skýrar hreyfingar og karakterar sem gerðu atriði þeirra afar auðskiljanleg og fyndin. Einnig voru loftfimleikarnir framúrskarandi og náðu listamennirnir að láta erfiðar æfingar líta út eins og barnaleik. Griplið er þó mitt eftirlætissirkuslistaform og var það hrein unun á að líta enda ávallt hrífandi að horfa á listamenn framkvæma atriði sem maður telur ómöguleg í huganum. Hljóðkerfið í tjaldinu er ekki eins og best verður á kosið og bitnaði það á Margréti Erlu enda nánast eina manneskjan sem talar í sýningunni. Margrét Erla er full af orku eins og hún sýnir með líkamstjáningu en orðin komust ekki eins vel til skila og skrifast það á hljóðkerfið. Loks vil ég þakka Lee Nelson, forsprakka Sirkuss Íslands, fyrir að færa sirkusinn til okkar landsmanna og óska honum, og öllum sem standa að sirkusnum, til hamingju með þetta íburðarmikla sirkustjald sem á vonandi eftir að færa Íslendingum sirkuslistir um ókomna tíð. Heima er best lofar góðu um framtíðina og á sirkusinn án efa eftir að vaxa og dafna á næstu árum.Niðurstaða: Flott og kraftmikil sýning sem hrífur áhorfendur þótt hún sé ekki hnökralaus.
Gagnrýni Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira