Dikta í stúdíói í Þýskalandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2014 09:30 „Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóðritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufuupptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Haukur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“ Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóðritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufuupptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Haukur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“
Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira