Ráðherra segir óeðlilegt að nota óvottað merki Snærós Sindradóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Sigurður Ingi Jóhannsson „Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“ Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
„Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira