Nærri allt grænmeti merkt án þess að hafa hlotið vottun Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2014 00:01 Vistvæn framleiðsla Nær allar vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna eru merktar sem vistvænar landbúnaðarafurðir þrátt fyrir að lögbundna vottun að baki notkuninni skorti. Fréttablaðið/HAG Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“ Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira