Lögreglan eini aðilinn sem geti upplýst Andri Ólafsson skrifar 24. júní 2014 09:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00