Lögreglan eini aðilinn sem geti upplýst Andri Ólafsson skrifar 24. júní 2014 09:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
„Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00