Nubo fer á kreik á ný Elín Hirst skrifar 20. júní 2014 07:00 Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar