Nubo fer á kreik á ný Elín Hirst skrifar 20. júní 2014 07:00 Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli.
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar