Nubo fer á kreik á ný Elín Hirst skrifar 20. júní 2014 07:00 Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun