Reyna aftur að sprengja Hörpu upp Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. júní 2014 10:00 Hljómsveitin Dimma ætlar að sprengja talsvert magn af sprengjum á útgáfutónleikunum í kvöld. mynd/Brynjar Snær „Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“