Reyna aftur að sprengja Hörpu upp Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. júní 2014 10:00 Hljómsveitin Dimma ætlar að sprengja talsvert magn af sprengjum á útgáfutónleikunum í kvöld. mynd/Brynjar Snær „Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira