Fer ekki að ákvæðum alþjóðlegra sáttmála Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 26. maí 2014 06:00 Anna Kristinsdóttir „Við segjum ekki að við ætlum að taka þessa lóð til baka af því okkur er illa við múslima. Það er bæði galið og sérkennilegt að oddvitar pólitískra framboða séu að setja slík mál á oddinn,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Anna segir Íslendinga aðila að fjölda alþjóðlegra sáttmála um mannréttindamál sem banni mismunun. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sé mismunun einnig bönnuð. Því sé sérkennilegt ef einstaka stjórnmálamenn telji sig yfir það hafna að fara að ákvæðum alþjóðasáttmála og stjórnarskrár. Anna bendir á að European Commission for Racism and Intolerance (ECRI) hafi nokkrum sinnum gert athugasemdir við tregðu borgaryfirvalda til að úthluta múslimum lóð undir mosku. Tekið hafi 14 ár fyrir múslima að fá lóðina. Hún verði ekki tekin af þeim aftur. Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti úthlutun lóðar fyrir mosku í Sogamýri í Reykjavík, hafa vakið hörð viðbrögð. „Auðvitað fylgist ECRI stöðugt með því sem gerist hér. Við tökum allar athugasemdir frá þeim mjög alvarlega,“ segir Anna og efast ekki um að ECRI hafi fregnað af ummælum Sveinbjargar. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hefur varpað þeirri spurningu til Sveinbjargar Birnu hvort hún vilji að Reykjavík fái þann dóm frá Evrópuráðinu, þar sem Ísland er meðal stofnaðila, að Reykjavík mismuni fólki á grundvelli trúarbragða og sendi þau skilaboð til umheimsins að múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
„Við segjum ekki að við ætlum að taka þessa lóð til baka af því okkur er illa við múslima. Það er bæði galið og sérkennilegt að oddvitar pólitískra framboða séu að setja slík mál á oddinn,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Anna segir Íslendinga aðila að fjölda alþjóðlegra sáttmála um mannréttindamál sem banni mismunun. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sé mismunun einnig bönnuð. Því sé sérkennilegt ef einstaka stjórnmálamenn telji sig yfir það hafna að fara að ákvæðum alþjóðasáttmála og stjórnarskrár. Anna bendir á að European Commission for Racism and Intolerance (ECRI) hafi nokkrum sinnum gert athugasemdir við tregðu borgaryfirvalda til að úthluta múslimum lóð undir mosku. Tekið hafi 14 ár fyrir múslima að fá lóðina. Hún verði ekki tekin af þeim aftur. Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti úthlutun lóðar fyrir mosku í Sogamýri í Reykjavík, hafa vakið hörð viðbrögð. „Auðvitað fylgist ECRI stöðugt með því sem gerist hér. Við tökum allar athugasemdir frá þeim mjög alvarlega,“ segir Anna og efast ekki um að ECRI hafi fregnað af ummælum Sveinbjargar. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hefur varpað þeirri spurningu til Sveinbjargar Birnu hvort hún vilji að Reykjavík fái þann dóm frá Evrópuráðinu, þar sem Ísland er meðal stofnaðila, að Reykjavík mismuni fólki á grundvelli trúarbragða og sendi þau skilaboð til umheimsins að múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira