Uppbygging og verndun Sigurður Ingi Jóhannsson og umhverfisráðherra skrifa 26. maí 2014 07:00 Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar