Myndin er byggð á samnefndri barnabók eftir Judith Viorst en í aðalhlutverkum eru Steve Carell, Jennifer Garner og Bella Thorne.
Of Monsters and Men hafa notið mikillar velgengni vestan hafs upp á síðkastið og heyrðist tónlist þeirra til að mynda í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem var tekin upp hér á landi.
Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day verður frumsýnd þann 10. október í Bandaríkjunum en ekki er ljóst hvort tónlist OMAM hljómar í henni.