Vistheimt gegn náttúruvá Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar. Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa. Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða. Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum. Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar. Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa. Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða. Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum. Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar