Beið með tónlistina þar til hann róaðist Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. maí 2014 09:30 Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu plötu. vísir/daníel „Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athyglisbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigurmundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymissíðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur fengið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Facebook. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Meyvant lítið fram á tónleikum og leggur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við.Hvaðan kemur samt nafnið Júníus Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafnabókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýrir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflugvelli við það að taka á móti einkaþotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um daginn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næstunni.“ Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athyglisbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigurmundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymissíðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur fengið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Facebook. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Meyvant lítið fram á tónleikum og leggur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við.Hvaðan kemur samt nafnið Júníus Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafnabókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýrir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflugvelli við það að taka á móti einkaþotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um daginn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næstunni.“
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp