Gleði, gaman, matur og vísindi í Vatnsmýrinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. maí 2014 11:00 Vatnsmýrin er ævintýraland fyrir unga sem aldna. Mynd/Magnús Helgason/Norræna húsið Þetta er í þriðja sinn sem við höldum Vatnsmýrarhátíð,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Hátíðin var fyrst haldin 2011 og aftur 2012 en í fyrra datt hún út því þá vorum við að undirbúa sirkushátíðina.“ Vatnsmýrarhátíðin er haldin að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið og þetta er í fyrsta sinn sem viðburðir fara einnig fram í Háskólabíói og í Þjóðminjasafninu. „Markmiðið með hátíðinni er að vekja athygli á svæðinu í kringum Norræna húsið, þannig að mjög margir viðburðir fara fram utan dyra, en það eru einnig atriði í nánast öllum rýmum hússins, auk Háskólabíós og Þjóðminjasafnsins. Það verður opnuð hér stór sýning á vegum Listar án landamæra klukkan 15, ungskáld lesa upp við píanóleik inni í salnum þannig að það má segja að við séum með opið hús.“ Flest atriði hátíðarinnar fara þó fram utandyra við Norræna húsið. Gestir eru hvattir til að koma á hjólum og verður Dr. Bæk á staðnum til að yfirfara hjólin og athuga hvort þau séu nú ekki tilbúin í sumarið. Skottmarkaður er á bílaplani Norræna hússins og hefst hann klukkan 12.00. Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Norræna húsinu og gestir munu geta fengið nasaþefinn af staðnum sem verður opinn í fyrsta sinn á morgun og verða kaffiveitingar til sölu. Einnig verður hinn nýi rekstraraðili veitingarstaðarins, Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, með „Fisk í dag“-þema úti við gróðurhús Norræna hússins frá klukkan 12.30 til 13.30 og verða ungir hjálparkokkar úr samnefndum þáttum honum til halds og trausts. Á Vatnsmýrarhátíðinni býðst gestum einnig að taka þátt í einu útbreiddasta vísindaverkefni heims sem felst í því að undir leiðsögn verða tepokar grafnir í jörð víðs vegar í kringum Norræna húsið til að kanna hve hratt þeir brotna niður. „Eftir þrjá mánuði munum við grafa þá aftur upp, vega og mæla og senda niðurstöðurnar til háskólans í Utrecht í Hollandi þar sem þær verða nýttar við rannsóknir á loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ilmur. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins norraenahusid.is. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem við höldum Vatnsmýrarhátíð,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Hátíðin var fyrst haldin 2011 og aftur 2012 en í fyrra datt hún út því þá vorum við að undirbúa sirkushátíðina.“ Vatnsmýrarhátíðin er haldin að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið og þetta er í fyrsta sinn sem viðburðir fara einnig fram í Háskólabíói og í Þjóðminjasafninu. „Markmiðið með hátíðinni er að vekja athygli á svæðinu í kringum Norræna húsið, þannig að mjög margir viðburðir fara fram utan dyra, en það eru einnig atriði í nánast öllum rýmum hússins, auk Háskólabíós og Þjóðminjasafnsins. Það verður opnuð hér stór sýning á vegum Listar án landamæra klukkan 15, ungskáld lesa upp við píanóleik inni í salnum þannig að það má segja að við séum með opið hús.“ Flest atriði hátíðarinnar fara þó fram utandyra við Norræna húsið. Gestir eru hvattir til að koma á hjólum og verður Dr. Bæk á staðnum til að yfirfara hjólin og athuga hvort þau séu nú ekki tilbúin í sumarið. Skottmarkaður er á bílaplani Norræna hússins og hefst hann klukkan 12.00. Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Norræna húsinu og gestir munu geta fengið nasaþefinn af staðnum sem verður opinn í fyrsta sinn á morgun og verða kaffiveitingar til sölu. Einnig verður hinn nýi rekstraraðili veitingarstaðarins, Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, með „Fisk í dag“-þema úti við gróðurhús Norræna hússins frá klukkan 12.30 til 13.30 og verða ungir hjálparkokkar úr samnefndum þáttum honum til halds og trausts. Á Vatnsmýrarhátíðinni býðst gestum einnig að taka þátt í einu útbreiddasta vísindaverkefni heims sem felst í því að undir leiðsögn verða tepokar grafnir í jörð víðs vegar í kringum Norræna húsið til að kanna hve hratt þeir brotna niður. „Eftir þrjá mánuði munum við grafa þá aftur upp, vega og mæla og senda niðurstöðurnar til háskólans í Utrecht í Hollandi þar sem þær verða nýttar við rannsóknir á loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ilmur. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins norraenahusid.is.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira