Valin ein undursamlegasta bók vorsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 11:00 Steinunn er á stöðugum þeytingi milli staða að lesa upp úr bókum sínum enda hefur hún hlotið þau ummæli í Frankfurter Allgemeine Zeitung "að hægt væri að hlusta á hana endalaust“. Mynd/Þorsteinn Hauksson „Ég var alveg ofandottin yfir þessu eins og þeir segja á Akureyri. Það eru tíu bækur tilnefndar, ekki bara skáldsögur heldur allar bækur og að vera veidd svona úr öllum bunkanum, það er rosalegt.“ Þetta segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um tilnefninguna sem sagan hennar Jójó var að fá til bókmenntaverðlauna í Þýskalandi. * Preis Haus der Kulturen der Welt heita verðlaunin og hafa þá sérstöðu að ganga bæði til höfundar og þýðanda. Hver þau hlýtur verður tilkynnt í júní. Jójó er nýkomin út á þýsku í þýðingu Colettu Bürling og hefur verið valin ein af tíu bestu bókum vorsins hjá Hamburger Abendblatt með þeim ummælum að Jójó væri „kannski undursamlegasta bók vorsins í Þýskalandi“. Steinunn er stödd í Köln þegar hún svarar símanum, nýkomin úr útvarpsviðtali og í þann veginn að hefja upplestur í Literaturhaus á alþjóðadegi bókarinnar sem er aðallega afmælisdagur Halldórs Laxness í hennar huga. Hún segir fólk þyrpast á upplestra í Þýskalandi. „Ég leyfi mér að fullyrða að þessi upplestrarhefð sé hvergi eins sterk í Evrópu og hér,“ segir hún og bætir við að yfirleitt þurfi fólk að borga sig inn. Jójó gerist í Berlín og Steinunn hefur meðal annars lesið upp úr bókinni í Kreuzberg-hverfi sem er aðalsögusviðið. Hún las líka upp í norrænu sendiráðunum við góðar undirtektir nýlega en Jójó er einmitt bók aprílmánaðar hjá þeim. Sjálf kveðst Steinunn komin í þá hæpnu aðstöðu að lesa yfir þýðingar á bókunum sínum á fimm tungumálum. „Ég hummaði lengi fram af mér að koma nálægt þýðingunum en svo vildu þýðendurnir og útgefendurnir að ég gerði það og þá bara sinni ég því. Þó ég hafi kannski ekki þá djúpu bókmenntalegu þekkingu sem ég ætti að hafa sem yfirlesari þá sit ég uppi með það að ég skrifaði bækurnar. Að því leyti sem ég skil tungumálin get ég fundið ef það vantar tiltekinn hljóm og er fljót að sjá ef um einhvern lítilsháttar misskilning er að ræða.“ Spurningu um hvort hún sé ánægð með þýðinguna á þýsku svarar hún með fjórum jáum. „Það er náttúrulega útilokað að bókin hefði verið tilnefnd til þessara verðlauna hefði þýðingin ekki verið fín. Þetta er sjöunda skáldsagan mín sem Coletta Bürling þýðir og tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir verk hennar. Það er auðvitað mikið búið að strita.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég var alveg ofandottin yfir þessu eins og þeir segja á Akureyri. Það eru tíu bækur tilnefndar, ekki bara skáldsögur heldur allar bækur og að vera veidd svona úr öllum bunkanum, það er rosalegt.“ Þetta segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um tilnefninguna sem sagan hennar Jójó var að fá til bókmenntaverðlauna í Þýskalandi. * Preis Haus der Kulturen der Welt heita verðlaunin og hafa þá sérstöðu að ganga bæði til höfundar og þýðanda. Hver þau hlýtur verður tilkynnt í júní. Jójó er nýkomin út á þýsku í þýðingu Colettu Bürling og hefur verið valin ein af tíu bestu bókum vorsins hjá Hamburger Abendblatt með þeim ummælum að Jójó væri „kannski undursamlegasta bók vorsins í Þýskalandi“. Steinunn er stödd í Köln þegar hún svarar símanum, nýkomin úr útvarpsviðtali og í þann veginn að hefja upplestur í Literaturhaus á alþjóðadegi bókarinnar sem er aðallega afmælisdagur Halldórs Laxness í hennar huga. Hún segir fólk þyrpast á upplestra í Þýskalandi. „Ég leyfi mér að fullyrða að þessi upplestrarhefð sé hvergi eins sterk í Evrópu og hér,“ segir hún og bætir við að yfirleitt þurfi fólk að borga sig inn. Jójó gerist í Berlín og Steinunn hefur meðal annars lesið upp úr bókinni í Kreuzberg-hverfi sem er aðalsögusviðið. Hún las líka upp í norrænu sendiráðunum við góðar undirtektir nýlega en Jójó er einmitt bók aprílmánaðar hjá þeim. Sjálf kveðst Steinunn komin í þá hæpnu aðstöðu að lesa yfir þýðingar á bókunum sínum á fimm tungumálum. „Ég hummaði lengi fram af mér að koma nálægt þýðingunum en svo vildu þýðendurnir og útgefendurnir að ég gerði það og þá bara sinni ég því. Þó ég hafi kannski ekki þá djúpu bókmenntalegu þekkingu sem ég ætti að hafa sem yfirlesari þá sit ég uppi með það að ég skrifaði bækurnar. Að því leyti sem ég skil tungumálin get ég fundið ef það vantar tiltekinn hljóm og er fljót að sjá ef um einhvern lítilsháttar misskilning er að ræða.“ Spurningu um hvort hún sé ánægð með þýðinguna á þýsku svarar hún með fjórum jáum. „Það er náttúrulega útilokað að bókin hefði verið tilnefnd til þessara verðlauna hefði þýðingin ekki verið fín. Þetta er sjöunda skáldsagan mín sem Coletta Bürling þýðir og tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir verk hennar. Það er auðvitað mikið búið að strita.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira