Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. desember 2025 17:27 Margir lögðu orð í belg í umræðunni um mest óþolandi orð íslenskunnar. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason stofnaði Facebook-þráð um óþolandi orð og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Sjálfur valdi Egill orðin bókakonfekt, leikhúskonfekt og ástríðukokk en í þokkabót rigndi inn tillögum í hundruðatali. Þar mátti sjá vegferð, fjöllu, bataknús, bumbubúa og ýmislegt annað. Egill birti síðan í ummælum þráðsins nýlega auglýsingu Þjóðleikhússins og sagði leikhúskonfektið einna verst. Það og bókakonfekt væru það sem á ensku kallaðist „smarmy“ eða smeðjulegt á íslensku. Auglýsing Þjóðleikhússins. Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri Sýnar, kom konfektinu til varnar eftir að hafa komið því sjálf í umferð: „Heeey! Ég fann upp á bókakonfektinu - upplestrarkonseptinu - fyrir Forlagið þegar ég var kynningarstjóri þar fyrir rosa mörgum árum. Verð alltaf svolítið stolt að sjá það í aðdraganda jóla, þ.e. að konseptið og nafnið sé enn til. En ég meina, ef allir aðrir eru búnir að pikka upp þessa snilld þá er þetta kannski orðið örlítið þreytt.“ Hildigunnur Rúnarsdóttur var með annað konfekt í huga: „Eyrnakonfekt er verst. Ég hugsa bara um eyrnamerg.“ Aðili, fjölla og vegferð Fréttamaðurinn fyrrverandi Jóhann Hlíðar Harðarson nefndi „aðila“ sem kandídat en svo væru „fröllur, fjölla og „gula gleðin“ viðbjóður“. Presturinn Hildur Eir Bolladóttir var honum sammála um eitt þeirra. „Það snöggfýkur í mig þegar ég heyri orðið fjöllan, langar bara til að segja starfi mínu lausu og flytja ein í Selárdal. Bumbubúi og brúðkaupsfín eru líka orð sem þyrfti helst að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um,“ skrifaði hún. Hildur Eir Bolladóttir hatar fjölluna.rmi.is Björk Eiðsdóttir, fjölmiðlakona og flugfreyja, lagði orð í belg og sagði: „HITTINGUR er hræðilegt orð! Veit ekki á hvaða VEGFERÐ fólk sem það notar, er!!!“ Vegferðin þykir greinilega óþolandi og í senn sameinandi, því Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og Magnús Ragnarsson leikari, sem eru sitt hvorum megin á hinu pólitíska litrófi, tilnefndu það bæði. „Kannski ekki orðið sjálft heldur meira ofnotkun orðsins vegferð í öllum mögulegum og ómögulegum tilvikum,“ sagði Helga Vala um vegferðina meðan Magnús sagði: „Öll vegferð drepur mig.“ Heilt safn af ljótum orðum Malín Brand hafði tekið saman heilt safn yfir ljót orð. Þar mátti sjá vegablæðingar, aðgerðapakka, aðila, reynslubolta, innirödd, fröken, verðstríð, tröllríða, afþíða, blautþurrka, kjötfars, súrsætt og ökukappa. „Síðast en ekki síst: Að „hlæja upphátt“ í stað þess að skellihlæja eða skella upp úr. Verð líka að nefna „að gyrða sig í brók“ og að eiga „skammt eftir ólifað“,“ bætti Malín við. Urmull var af tilnefningum en þó var einn sem neitaði að taka þátt í slíku og vildi frekar nefna sín uppáhalds orð. „Læt ekkert varðandi tungutak ergja mig ... á aftur á móti alltaf uppáhalds orð. Nú er Auðmýkt í þeim sessi, verð æ mýkri gagnvart Auðnunni. ... annars gæti ég lent á næsta bæ í Auðninni,“ skrifaði Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Þórunn Jarla valdi sér uppáhalds orð.visir/vilhelm Þegar þessi frétt er skrifuð eru ummælin orðin rúmlega sex hundruð talsins. Ógjörningur er að telja til öll óþolandi orðin og orðasamböndin en hér má sjá nokkur vinsæl á þræðinum: Brúðkaupsfín Bataknús Ömmugull Stjörnublaðamaður Þjóðargersemi Taka samtalið Íslandsvinur Að skapa minningar Til hamingju með prinsinn/prinsessuna Lasarus Heyrðu! Eigðu góðan dag Dóttla Íslensk tunga Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Egill birti síðan í ummælum þráðsins nýlega auglýsingu Þjóðleikhússins og sagði leikhúskonfektið einna verst. Það og bókakonfekt væru það sem á ensku kallaðist „smarmy“ eða smeðjulegt á íslensku. Auglýsing Þjóðleikhússins. Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri Sýnar, kom konfektinu til varnar eftir að hafa komið því sjálf í umferð: „Heeey! Ég fann upp á bókakonfektinu - upplestrarkonseptinu - fyrir Forlagið þegar ég var kynningarstjóri þar fyrir rosa mörgum árum. Verð alltaf svolítið stolt að sjá það í aðdraganda jóla, þ.e. að konseptið og nafnið sé enn til. En ég meina, ef allir aðrir eru búnir að pikka upp þessa snilld þá er þetta kannski orðið örlítið þreytt.“ Hildigunnur Rúnarsdóttur var með annað konfekt í huga: „Eyrnakonfekt er verst. Ég hugsa bara um eyrnamerg.“ Aðili, fjölla og vegferð Fréttamaðurinn fyrrverandi Jóhann Hlíðar Harðarson nefndi „aðila“ sem kandídat en svo væru „fröllur, fjölla og „gula gleðin“ viðbjóður“. Presturinn Hildur Eir Bolladóttir var honum sammála um eitt þeirra. „Það snöggfýkur í mig þegar ég heyri orðið fjöllan, langar bara til að segja starfi mínu lausu og flytja ein í Selárdal. Bumbubúi og brúðkaupsfín eru líka orð sem þyrfti helst að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um,“ skrifaði hún. Hildur Eir Bolladóttir hatar fjölluna.rmi.is Björk Eiðsdóttir, fjölmiðlakona og flugfreyja, lagði orð í belg og sagði: „HITTINGUR er hræðilegt orð! Veit ekki á hvaða VEGFERÐ fólk sem það notar, er!!!“ Vegferðin þykir greinilega óþolandi og í senn sameinandi, því Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og Magnús Ragnarsson leikari, sem eru sitt hvorum megin á hinu pólitíska litrófi, tilnefndu það bæði. „Kannski ekki orðið sjálft heldur meira ofnotkun orðsins vegferð í öllum mögulegum og ómögulegum tilvikum,“ sagði Helga Vala um vegferðina meðan Magnús sagði: „Öll vegferð drepur mig.“ Heilt safn af ljótum orðum Malín Brand hafði tekið saman heilt safn yfir ljót orð. Þar mátti sjá vegablæðingar, aðgerðapakka, aðila, reynslubolta, innirödd, fröken, verðstríð, tröllríða, afþíða, blautþurrka, kjötfars, súrsætt og ökukappa. „Síðast en ekki síst: Að „hlæja upphátt“ í stað þess að skellihlæja eða skella upp úr. Verð líka að nefna „að gyrða sig í brók“ og að eiga „skammt eftir ólifað“,“ bætti Malín við. Urmull var af tilnefningum en þó var einn sem neitaði að taka þátt í slíku og vildi frekar nefna sín uppáhalds orð. „Læt ekkert varðandi tungutak ergja mig ... á aftur á móti alltaf uppáhalds orð. Nú er Auðmýkt í þeim sessi, verð æ mýkri gagnvart Auðnunni. ... annars gæti ég lent á næsta bæ í Auðninni,“ skrifaði Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Þórunn Jarla valdi sér uppáhalds orð.visir/vilhelm Þegar þessi frétt er skrifuð eru ummælin orðin rúmlega sex hundruð talsins. Ógjörningur er að telja til öll óþolandi orðin og orðasamböndin en hér má sjá nokkur vinsæl á þræðinum: Brúðkaupsfín Bataknús Ömmugull Stjörnublaðamaður Þjóðargersemi Taka samtalið Íslandsvinur Að skapa minningar Til hamingju með prinsinn/prinsessuna Lasarus Heyrðu! Eigðu góðan dag Dóttla
Íslensk tunga Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira