Það er ekkert sem stoppar okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 10:00 "Ég verð með blóm sem reyndar eru rellur sem snúast eftir því hvernig vindurinn blæs,“ segir Gerður um verk sín á sýningunni Þræðir sumarsins. Fréttablaðið/Daníel „Textílfélagið var stofnað 1974. Það hefur verið virkt allan tímann og nú er starfið með miklum blóma. Við hittumst mánaðarlega og skipuleggjum eitthvað nýtt í tilefni afmælisins. Fólk á eftir að verða vart við okkur víða um land,“ segir Gerður Guðmundsdóttir, ein þeirra sem standa að sýningunni Þræðir sumarsins við Dyngju listhús í Eyjafjarðarsveit sem opnuð er í dag klukkan 12. Átta listakonur úr félaginu hafa komið upp útilistaverkum sem verða til sýnis í allt sumar og sum jafnvel lengur. Þarna verður líf í tuskunum, „þvottur“ á snúrum sem hangið getur í aldir, túnið skreytt óvenjulegum blómabreiðum og skúlptúrum og sáð verður fyrir þráðum í lín svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning er að frumkvæði Guðrúnar Höddu handverks-og listakonu í Fífilbrekku. Gerður segir mikla breidd í félaginu. „Fólk er í skúlptúr, textíl, hönnun og öllu mögulegu, meira að segja er saumað í steina. Það er ekkert sem stoppar okkur,“ segir hún. Listamennirnir og verk þeirra: Anna Gunnarsdóttir: Kraftur hringanna. Bjargey Ingólfsdóttir: Að hafa til hnífs og skeiðar. Gerður Guðmundsdóttir: Bláhverflar. Guðrún Hadda Bjarnadóttir: Línakur. Hrafnhildur Sigurðardóttir: Í mark. Jóna Imsland: Til þerris í nokkrar aldir I. Rósa Júlíusdóttir: Endurunnið verk. Steinunn B. Helgadóttir: Motta úr hrosshári. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Textílfélagið var stofnað 1974. Það hefur verið virkt allan tímann og nú er starfið með miklum blóma. Við hittumst mánaðarlega og skipuleggjum eitthvað nýtt í tilefni afmælisins. Fólk á eftir að verða vart við okkur víða um land,“ segir Gerður Guðmundsdóttir, ein þeirra sem standa að sýningunni Þræðir sumarsins við Dyngju listhús í Eyjafjarðarsveit sem opnuð er í dag klukkan 12. Átta listakonur úr félaginu hafa komið upp útilistaverkum sem verða til sýnis í allt sumar og sum jafnvel lengur. Þarna verður líf í tuskunum, „þvottur“ á snúrum sem hangið getur í aldir, túnið skreytt óvenjulegum blómabreiðum og skúlptúrum og sáð verður fyrir þráðum í lín svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning er að frumkvæði Guðrúnar Höddu handverks-og listakonu í Fífilbrekku. Gerður segir mikla breidd í félaginu. „Fólk er í skúlptúr, textíl, hönnun og öllu mögulegu, meira að segja er saumað í steina. Það er ekkert sem stoppar okkur,“ segir hún. Listamennirnir og verk þeirra: Anna Gunnarsdóttir: Kraftur hringanna. Bjargey Ingólfsdóttir: Að hafa til hnífs og skeiðar. Gerður Guðmundsdóttir: Bláhverflar. Guðrún Hadda Bjarnadóttir: Línakur. Hrafnhildur Sigurðardóttir: Í mark. Jóna Imsland: Til þerris í nokkrar aldir I. Rósa Júlíusdóttir: Endurunnið verk. Steinunn B. Helgadóttir: Motta úr hrosshári.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira