Frekar lukkuleg með lífið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. apríl 2014 12:00 "Mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda,“ segir Ingunn Ásdísardóttir sem í gær hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin. Vísir/GVA Þetta er náttúrulega afskaplega góð tilfinning,“ segir Ingunn Ásdísardóttir þýðandi spurð hvernig henni líði eftir úthlutun Íslensku þýðingaverðlaunanna sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt árlega síðan 2005. „Ég er eiginlega furðanlega róleg, en mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að það skuli vera ný bók frá nágrönnum okkar Færeyingum sem hlýtur þessi verðlaun.“ Ingunn segir verðlaunin hafa komið sér dulítið á óvart þar sem hin verkin sem tilnefnd voru séu slík bókmenntaleg stórvirki. „Það eru þarna gríðarlega flott verk, Tranströmer, Heródótus og Faulkner, sem allt eru klassísk verk. Oft hafa þessi verðlaun fallið í hlut þýðenda klassískra verka, sem er vel, en það er náttúrulega líka mjög nauðsynlegt að þýða samtímabókmenntir og mér finnst ekkert leiðinlegt að vera komin í hóp með Gyrði Elíassyni, Kristjáni Árnasyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur, svo ég nefni nokkur dæmi um fólk sem hlotið hefur verðlaunin á undan mér. Það er ekki slæmur hópur að vera í.“ Dagurinn í gær var merkilegur í lífi Ingunnar fyrir tvennar sakir, því auk þess að veita þýðingarverðlaununum viðtöku skilaði hún af sér nýjustu þýðingu sinni, sem jafnframt verður hennar síðasta í bili. „Já, ég var að skila af mér þýðingu á skáldsögu eftir dönsku skáldkonuna Naja Marie Aidt. Áður hafði ég þýtt eftir hana smásagnasafnið Bavíana, sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, en þetta er hennar fyrsta skáldsaga og alveg mögnuð bók. Þannig að þetta er tvöfaldur hátíðisdagur hjá mér.“ Spurð hvort fleiri þýðingar séu á döfinni segir Ingunn svo ekki vera í bráð þar sem hún hafi nýverið hlotið Rannís-styrk til að ljúka við doktorsverkefni sitt sem fjallar um norræna goðafræði. „Það er næsta mál á dagskrá að ráðast í að klára doktorsrannsóknina, sem ég hlakka mikið til, svo ég er bara frekar lukkuleg með lífið núna,“ segir verðlaunaþýðandinn. Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
Þetta er náttúrulega afskaplega góð tilfinning,“ segir Ingunn Ásdísardóttir þýðandi spurð hvernig henni líði eftir úthlutun Íslensku þýðingaverðlaunanna sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt árlega síðan 2005. „Ég er eiginlega furðanlega róleg, en mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að það skuli vera ný bók frá nágrönnum okkar Færeyingum sem hlýtur þessi verðlaun.“ Ingunn segir verðlaunin hafa komið sér dulítið á óvart þar sem hin verkin sem tilnefnd voru séu slík bókmenntaleg stórvirki. „Það eru þarna gríðarlega flott verk, Tranströmer, Heródótus og Faulkner, sem allt eru klassísk verk. Oft hafa þessi verðlaun fallið í hlut þýðenda klassískra verka, sem er vel, en það er náttúrulega líka mjög nauðsynlegt að þýða samtímabókmenntir og mér finnst ekkert leiðinlegt að vera komin í hóp með Gyrði Elíassyni, Kristjáni Árnasyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur, svo ég nefni nokkur dæmi um fólk sem hlotið hefur verðlaunin á undan mér. Það er ekki slæmur hópur að vera í.“ Dagurinn í gær var merkilegur í lífi Ingunnar fyrir tvennar sakir, því auk þess að veita þýðingarverðlaununum viðtöku skilaði hún af sér nýjustu þýðingu sinni, sem jafnframt verður hennar síðasta í bili. „Já, ég var að skila af mér þýðingu á skáldsögu eftir dönsku skáldkonuna Naja Marie Aidt. Áður hafði ég þýtt eftir hana smásagnasafnið Bavíana, sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, en þetta er hennar fyrsta skáldsaga og alveg mögnuð bók. Þannig að þetta er tvöfaldur hátíðisdagur hjá mér.“ Spurð hvort fleiri þýðingar séu á döfinni segir Ingunn svo ekki vera í bráð þar sem hún hafi nýverið hlotið Rannís-styrk til að ljúka við doktorsverkefni sitt sem fjallar um norræna goðafræði. „Það er næsta mál á dagskrá að ráðast í að klára doktorsrannsóknina, sem ég hlakka mikið til, svo ég er bara frekar lukkuleg með lífið núna,“ segir verðlaunaþýðandinn.
Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira