Barnakórar, Passíusálmar og nýtt íslenskt tónverk verður frumflutt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. apríl 2014 12:30 Schola cantorum. Á tónleikum á annan í páskum flytur kórinn nýtt tónverk Hreiðars Inga Þorsteinssonar við ljóð Hallgríms Péturssonar. Mynd/Gunnar Freyr Steinsson Söngvahátíð barnanna verður haldin í Hallgrímskirkju í dag klukkan 17. Eins og undanfarin ár munu um 100 börn úr sex kórum af höfuðborgarsvæðinu syngja ásamt Lögreglukórnum í Reykjavík og djasshljómsveit. Sérstakir gestir tónleikanna eru söngvararnir Auður Guðjohnsen og Egill Ólafsson og stjórnandi Tómas Guðni Eggertsson. „Megináherslan á þessum tónleikum er á sex nýja íslenska sálma sem voru sérpantaðir af tónmenntasjóði kirkjunnar og frumfluttir á Menningarnótt í ágúst síðastliðnum,“ segir Tómas. „Við höfum í gegnum árin notið mikillar velvildar frá Agli Ólafssyni og hann verður einnig með okkur í ár. Á meira að segja einn af sálmunum sem við syngjum.“ Tónleikarnir eru um einnar klukkustundar langir og er aðgangur ókeypis. Á morgun, föstudaginn langa, verður í kirkjunni heildarflutningur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Lesið verður frá klukkan 13 til 18 og er aðgangur ókeypis. Umsjón með lestrinum hafa Ævar Kjartansson og dr. Þórunn Sigurðardóttir. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur orgelverk milli lestra. Á mánudaginn efnir Listvinafélagið í fyrsta sinn til páskatónleika á annan í páskum og hefjast þeir klukkan 20. Frumflutt verður verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sem samið er sérstaklega í tilefni af Hallgrímsárinu, Páskakantata Hallgríms fyrir kammerkór, einsöngvara og orgel. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum og einsöngvarar úr þeirra hópi ásamt Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Gestastjórnandi er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Söngvahátíð barnanna verður haldin í Hallgrímskirkju í dag klukkan 17. Eins og undanfarin ár munu um 100 börn úr sex kórum af höfuðborgarsvæðinu syngja ásamt Lögreglukórnum í Reykjavík og djasshljómsveit. Sérstakir gestir tónleikanna eru söngvararnir Auður Guðjohnsen og Egill Ólafsson og stjórnandi Tómas Guðni Eggertsson. „Megináherslan á þessum tónleikum er á sex nýja íslenska sálma sem voru sérpantaðir af tónmenntasjóði kirkjunnar og frumfluttir á Menningarnótt í ágúst síðastliðnum,“ segir Tómas. „Við höfum í gegnum árin notið mikillar velvildar frá Agli Ólafssyni og hann verður einnig með okkur í ár. Á meira að segja einn af sálmunum sem við syngjum.“ Tónleikarnir eru um einnar klukkustundar langir og er aðgangur ókeypis. Á morgun, föstudaginn langa, verður í kirkjunni heildarflutningur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Lesið verður frá klukkan 13 til 18 og er aðgangur ókeypis. Umsjón með lestrinum hafa Ævar Kjartansson og dr. Þórunn Sigurðardóttir. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur orgelverk milli lestra. Á mánudaginn efnir Listvinafélagið í fyrsta sinn til páskatónleika á annan í páskum og hefjast þeir klukkan 20. Frumflutt verður verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sem samið er sérstaklega í tilefni af Hallgrímsárinu, Páskakantata Hallgríms fyrir kammerkór, einsöngvara og orgel. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum og einsöngvarar úr þeirra hópi ásamt Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Gestastjórnandi er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira