Spila Mahler í dag og Pollapönk eftir viku Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:30 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur spilað allt frá háklassík til pönks í tuttugu ár. Við ætlum að flytja sinfóníu nr. 6 eftir Mahler, sem er risavaxið verk, og þetta verður í fyrsta sinn sem við náum hundrað manns á svið,“ segir Dagbjört Brynja Harðardóttir, framkvæmdastjóri SN. „Við erum í samstarfi við Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistarskólann á Akureyri og fleiri tónlistarskóla. Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalstjórnandi SN, stjórnar og þetta verður stórviðburður.“ Áður en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands varð til var til Kammerhljómsveit Akureyrar, sem stofnuð var af kennurum Tónlistarskólans á Akureyri. „En svo stækkaði hljómsveitin og metnaðurinn varð meiri, sem varð þess valdandi að fyrir tuttugu árum var nafninu breytt í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ útskýrir Dagbjört Brynja. „Síðan hefur hljómsveitin vaxið og dafnað og eftir að við fengum menningarhúsið Hof hafa aðstæður hennar breyst mikið til hins betra.“ Hljómsveitin heldur tónleika um það bil einu sinni í mánuði og verkefnavalið er ansi breitt. „Sinfónían bregður sér í allra kvikinda líki,“ segir Dagbjört Brynja. „Í dag er það Mahler en eftir viku, á sumardaginn fyrsta, munum við spila pönk með Pollapönki í Hofi og þá verða með okkur 250 nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Þessi gjörólíku verkefni endurspegla vel hvað SN er orðin fjölhæf hljómsveit og að hún vílar ekki fyrir sér að stökkva úr einu hlutverki í annað.“ Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 16 og enn eru örfá sæti laus. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við ætlum að flytja sinfóníu nr. 6 eftir Mahler, sem er risavaxið verk, og þetta verður í fyrsta sinn sem við náum hundrað manns á svið,“ segir Dagbjört Brynja Harðardóttir, framkvæmdastjóri SN. „Við erum í samstarfi við Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistarskólann á Akureyri og fleiri tónlistarskóla. Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalstjórnandi SN, stjórnar og þetta verður stórviðburður.“ Áður en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands varð til var til Kammerhljómsveit Akureyrar, sem stofnuð var af kennurum Tónlistarskólans á Akureyri. „En svo stækkaði hljómsveitin og metnaðurinn varð meiri, sem varð þess valdandi að fyrir tuttugu árum var nafninu breytt í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ útskýrir Dagbjört Brynja. „Síðan hefur hljómsveitin vaxið og dafnað og eftir að við fengum menningarhúsið Hof hafa aðstæður hennar breyst mikið til hins betra.“ Hljómsveitin heldur tónleika um það bil einu sinni í mánuði og verkefnavalið er ansi breitt. „Sinfónían bregður sér í allra kvikinda líki,“ segir Dagbjört Brynja. „Í dag er það Mahler en eftir viku, á sumardaginn fyrsta, munum við spila pönk með Pollapönki í Hofi og þá verða með okkur 250 nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Þessi gjörólíku verkefni endurspegla vel hvað SN er orðin fjölhæf hljómsveit og að hún vílar ekki fyrir sér að stökkva úr einu hlutverki í annað.“ Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 16 og enn eru örfá sæti laus.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira