Tekjur í fjarskiptageira námu 50 milljörðum króna í fyrra Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2014 06:00 Fastlínukerfi borðsímanna og fyrsta kynslóð farsíma önnuðu vel þeirri umferð sem þurfti vegna talsambands. Aukin áhersla á gagnaflutninga vegna nets og internetumferðar í fartæki hefur knúið fjárfestingu í fjarskiptageira áfram. Fréttablaðið/Samsett mynd Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“ Fréttaskýringar Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“
Fréttaskýringar Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira