Landshagir vænkast á ný Elín Hirst skrifar 14. apríl 2014 08:57 Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar