Viðbrögð við hlýnun heimilis okkar allra Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur skyndilega hagsbætur, eða að minnsta kosti fljótlega. Helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt; gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og verða að vinna með mótsagnakenndar staðreyndir. Allt þetta blasir við á næstu fáeinum áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, einhverjum tækifærum og ansi mörgum ógnunum. Forsætisráðherra missti af dýrmætu tækifæri til þess að leggja plúsa og mínusa með heildstæðum hætti á borðið, nú þegar nýjasta loftslagsskýrslan var kunngerð. Ofuráhersla á tækifærin, einstöðu Íslands og allt of fá orð um raunveruleg og víðtæk vandamál einkenndu orð hans. Þau hafa vakið athygli, heima og heiman. Auðlinda- og atvinnuvegaráðherrann stóð sig mun betur (pistill í Fbl. 4. ap.) og gerir grein fyrir nokkrum tækifærum og fáeinum ógnunum. Þar nefnir hann t.d. súrnun sjávar. Hún, hlýnun hafsins og breytingar á fiskistofnum fela í sér gríðarmikil vandkvæði sem okkur rétt grunar hvert geta stefnt heimsbyggðinni. Báðir ráðherrarnir slepptu því að tengja hvort sem er tækifæri, eins og matvælaframleiðslu, eða vandkvæði, eins og súrnun sjávar, við þá augljósu staðreynd að verði ekki dregið kröftuglega úr hækkun koltvísýrings í lofti (nú af óþekktri stærð í hundruð þúsundir ára – rúmlega 400 milljónustuhlutar) eigum við afar alvarlegt ástand í vændum. Og hvernig er það gert? Með alþjóðlegum samningum og höftum á orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, minni vinnslu þessa eldsneytis, aukinni áherslu á nýja orkugjafa og minni áherslu á vinnslu málma og jarðefna sem menga við stóriðju.Aðlögun samfélaga Í þessu sambandi skiptir útflutningur raforku frá Íslandi litlu en kolefnisjöfnun með uppgræðslu og förgun koltvísýrings (eins og Sigurður Ingi nefnir), skorður við frekari álvinnslu hér heima og andstaða við gas- eða olíuvinnslu í norðrinu þeim mun meiru. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aðhald okkar og annarra, verður svo að vera. Nú er komið að því að hlýnun andrúmsloftsins kallar á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir, Almannavarnir og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan og -pólitískan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki: ÍSLAND 2030. Hlutverk hans væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, kortleggja áhrif hlýnunar á Íslandi og við landið á samræmdan hátt og fræða almenning, þingið og framkvæmdavald um stöðuna með ársskýrslu. Manngerði hluti skógar- og jarðvegseyðingar á Íslandi botnaði öldum saman í nánast óhjákvæmilegum leiðum til að lifa af í landinu og þekkingarskorti á afleiðingunum. Tækifærin voru mörg en vandkvæðin látin reka á reiðanum þar til of langt var gengið. Við gerum ekki viðlíka mistök á 21. öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur skyndilega hagsbætur, eða að minnsta kosti fljótlega. Helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt; gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og verða að vinna með mótsagnakenndar staðreyndir. Allt þetta blasir við á næstu fáeinum áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, einhverjum tækifærum og ansi mörgum ógnunum. Forsætisráðherra missti af dýrmætu tækifæri til þess að leggja plúsa og mínusa með heildstæðum hætti á borðið, nú þegar nýjasta loftslagsskýrslan var kunngerð. Ofuráhersla á tækifærin, einstöðu Íslands og allt of fá orð um raunveruleg og víðtæk vandamál einkenndu orð hans. Þau hafa vakið athygli, heima og heiman. Auðlinda- og atvinnuvegaráðherrann stóð sig mun betur (pistill í Fbl. 4. ap.) og gerir grein fyrir nokkrum tækifærum og fáeinum ógnunum. Þar nefnir hann t.d. súrnun sjávar. Hún, hlýnun hafsins og breytingar á fiskistofnum fela í sér gríðarmikil vandkvæði sem okkur rétt grunar hvert geta stefnt heimsbyggðinni. Báðir ráðherrarnir slepptu því að tengja hvort sem er tækifæri, eins og matvælaframleiðslu, eða vandkvæði, eins og súrnun sjávar, við þá augljósu staðreynd að verði ekki dregið kröftuglega úr hækkun koltvísýrings í lofti (nú af óþekktri stærð í hundruð þúsundir ára – rúmlega 400 milljónustuhlutar) eigum við afar alvarlegt ástand í vændum. Og hvernig er það gert? Með alþjóðlegum samningum og höftum á orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, minni vinnslu þessa eldsneytis, aukinni áherslu á nýja orkugjafa og minni áherslu á vinnslu málma og jarðefna sem menga við stóriðju.Aðlögun samfélaga Í þessu sambandi skiptir útflutningur raforku frá Íslandi litlu en kolefnisjöfnun með uppgræðslu og förgun koltvísýrings (eins og Sigurður Ingi nefnir), skorður við frekari álvinnslu hér heima og andstaða við gas- eða olíuvinnslu í norðrinu þeim mun meiru. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aðhald okkar og annarra, verður svo að vera. Nú er komið að því að hlýnun andrúmsloftsins kallar á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir, Almannavarnir og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan og -pólitískan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki: ÍSLAND 2030. Hlutverk hans væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, kortleggja áhrif hlýnunar á Íslandi og við landið á samræmdan hátt og fræða almenning, þingið og framkvæmdavald um stöðuna með ársskýrslu. Manngerði hluti skógar- og jarðvegseyðingar á Íslandi botnaði öldum saman í nánast óhjákvæmilegum leiðum til að lifa af í landinu og þekkingarskorti á afleiðingunum. Tækifærin voru mörg en vandkvæðin látin reka á reiðanum þar til of langt var gengið. Við gerum ekki viðlíka mistök á 21. öld.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar