Lengi dreymt um að vinna með Bergþóri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. apríl 2014 11:30 Sunna segist vel geta hugsað sér að gera meira af því að semja lög við ljóð þekktra skálda. Mynd: Hörður Sveinsson „Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað með Bergþóri og ég greip tækifærið núna,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti sem í hádeginu í dag heldur tónleika í Háteigskirkju ásamt Bergþóri Pálssyni. „Upphaflega var tríóið mitt bókað á þessa tónleika, en svo þurfti bassaleikarinn að fara til Austurríkis og þá ákvað ég að láta þennan draum um að vinna með Bergþóri rætast.“ Á tónleikunum flytja þau tónsmíðar Sunnu við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson og Nínu Björk Árnadóttur. Tvö verkanna eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fagra veröld, sem kom út árið 2002. „Kristjana Stefánsdóttir söng lögin á þeirri plötu,“ segir Sunna. „En það eru þarna lög við tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson sem henta betur fyrir karlsöngvara. Svo eru nýju lögin tvö við ljóð eftir Óskar Árna og Nínu Björk.“ Sunna segist ekki hafa gert mjög mikið af því að semja lög við ljóð þekktra skálda og vildi gjarna gera meira af því. „Ég gerði það fyrir þessa plötu, Fögru veröld, en ég hef ekki lagt mikla rækt við þetta síðan. Samt hef ég mjög gaman af því að semja lög við ljóð annarra og kannski nýti ég tækifærið núna með Bergþóri til að gera þetta að stærra verkefni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og taka um hálfa klukkustund. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað með Bergþóri og ég greip tækifærið núna,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti sem í hádeginu í dag heldur tónleika í Háteigskirkju ásamt Bergþóri Pálssyni. „Upphaflega var tríóið mitt bókað á þessa tónleika, en svo þurfti bassaleikarinn að fara til Austurríkis og þá ákvað ég að láta þennan draum um að vinna með Bergþóri rætast.“ Á tónleikunum flytja þau tónsmíðar Sunnu við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson og Nínu Björk Árnadóttur. Tvö verkanna eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fagra veröld, sem kom út árið 2002. „Kristjana Stefánsdóttir söng lögin á þeirri plötu,“ segir Sunna. „En það eru þarna lög við tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson sem henta betur fyrir karlsöngvara. Svo eru nýju lögin tvö við ljóð eftir Óskar Árna og Nínu Björk.“ Sunna segist ekki hafa gert mjög mikið af því að semja lög við ljóð þekktra skálda og vildi gjarna gera meira af því. „Ég gerði það fyrir þessa plötu, Fögru veröld, en ég hef ekki lagt mikla rækt við þetta síðan. Samt hef ég mjög gaman af því að semja lög við ljóð annarra og kannski nýti ég tækifærið núna með Bergþóri til að gera þetta að stærra verkefni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og taka um hálfa klukkustund.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira