Orkustöðin Ísland Guðfræðingar skrifar 10. apríl 2014 07:00 Oft er sagt að náttúra Íslands sé hlaðin orku. Orka er auðlind sem ekki má fara til spillis.Sæstrengur? Mikið er nú rætt um sæstreng sem tengt geti landið við raforkukerfi Evrópu. Sum vona að þessi leið til útflutnings á orku valdi því að hér verði ekki haldið áfram þeirri stóriðjustefnu sem fylgt hefur verið. Önnur vona að hér sé komin leið til að auka hlutfall „grænnar“ orku í álfunni, vinna gegn mengun og hægja á loftslagsvánni. Þá kunna einhver að sjá í sæstreng leið til skjótfengins gróða. En hvernig mun íslensk þjóð með sæstreng haga forgangsröðun sinni? Hagkvæmast hlýtur að vera að flytja sem mesta orku um strenginn og hætt er við að við búum ekki yfir því siðferðisþreki sem þarf til að nota slíka mjólkurkú af hógværð og stillingu. Um það vitna þeir lífshættir sem þjóðin hefur tamið sér á undanförnum áratugum. Líklegast er að okkar mati að sæstrengur viðhaldi þeirri stórvirkjanastefnu sem hér hefur verið fylgt undanfarið.Óbreytt ástand ekki í boði Jafnframt dafnar draumsýnin um olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Draumurinn um sæstreng til nálægra landa og olíupalla í Norðurhöfum vekur efasemdir um yfirlýsingar sumra um „græna“ orku. Er hugsanlegt að tal um hana beri of oft vitni um hræsni og yfirdrepsskap? Lífsgæðakröfur okkar eru miklar. Við eigum fleiri orkufreka bíla á hvert mannsbarn en flestar þjóðir. Kröfur okkar um húsnæði eru einnig meiri í fermetrum talið. Neysla okkar krefst aukins hagvaxtar og að mati margra verður hann einkum sóttur í orkuauðlindirnar. Eflaust er það von einhverra að orkan muni gera okkur kleift að viðhalda núverandi orkukrefjandi lífsstíl. Þá vill gleymast að óbreytt ástand er ekki í boði. Í náinni framtíð munu loftslagsbreytingarnar kalla okkur vestrænar þjóðir til ábyrgðar sem aðeins verður öxluð með endurskoðuðu lífsmunstri.Önnur leið En til er önnur leið til að beisla orkuna sem býr í náttúru landsins en sæstrengur og olíuvinnsla. Hún felst í að búa með og hvíla í náttúru landsins og öðlast þannig aukin lífsgæði og aukinn kraft. Þetta er sú reynsla sem flestir ferðamenn sækjast eftir. Þetta er líka eina fullkomlega sjálfbæra orkunýtingin. Hlutverk okkar er að leitast við að varðveita og viðhalda hinni náttúrulegu orku landsins og skila henni til komandi kynslóða. Til þess þurfum við að endurskoða núverandi lífsstíl okkar. Við verðum að sönnu að virkja áfram til að mæta brýnustu þörfum samtímans. En það verðum við að gera með því að sýna í verki umhyggju fyrir náttúrunni og komandi kynslóðum. Náttúra Íslands býr yfir orku sem vekur undrun og eftirvæntingu, virðingu og von. Með því að beisla hana af ábyrgð og umhyggju fyrir óbornum kynslóðum, sýnum við henni þá virðingu sem henni ber sem hluta af hinum góðu gjöfum Guðs. Látum ekki græðgi afbaka skilning okkar á náttúrunni og valda því að við tæmum þá fjársjóði náttúrunnar sem okkur hefur verið treyst fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Oft er sagt að náttúra Íslands sé hlaðin orku. Orka er auðlind sem ekki má fara til spillis.Sæstrengur? Mikið er nú rætt um sæstreng sem tengt geti landið við raforkukerfi Evrópu. Sum vona að þessi leið til útflutnings á orku valdi því að hér verði ekki haldið áfram þeirri stóriðjustefnu sem fylgt hefur verið. Önnur vona að hér sé komin leið til að auka hlutfall „grænnar“ orku í álfunni, vinna gegn mengun og hægja á loftslagsvánni. Þá kunna einhver að sjá í sæstreng leið til skjótfengins gróða. En hvernig mun íslensk þjóð með sæstreng haga forgangsröðun sinni? Hagkvæmast hlýtur að vera að flytja sem mesta orku um strenginn og hætt er við að við búum ekki yfir því siðferðisþreki sem þarf til að nota slíka mjólkurkú af hógværð og stillingu. Um það vitna þeir lífshættir sem þjóðin hefur tamið sér á undanförnum áratugum. Líklegast er að okkar mati að sæstrengur viðhaldi þeirri stórvirkjanastefnu sem hér hefur verið fylgt undanfarið.Óbreytt ástand ekki í boði Jafnframt dafnar draumsýnin um olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Draumurinn um sæstreng til nálægra landa og olíupalla í Norðurhöfum vekur efasemdir um yfirlýsingar sumra um „græna“ orku. Er hugsanlegt að tal um hana beri of oft vitni um hræsni og yfirdrepsskap? Lífsgæðakröfur okkar eru miklar. Við eigum fleiri orkufreka bíla á hvert mannsbarn en flestar þjóðir. Kröfur okkar um húsnæði eru einnig meiri í fermetrum talið. Neysla okkar krefst aukins hagvaxtar og að mati margra verður hann einkum sóttur í orkuauðlindirnar. Eflaust er það von einhverra að orkan muni gera okkur kleift að viðhalda núverandi orkukrefjandi lífsstíl. Þá vill gleymast að óbreytt ástand er ekki í boði. Í náinni framtíð munu loftslagsbreytingarnar kalla okkur vestrænar þjóðir til ábyrgðar sem aðeins verður öxluð með endurskoðuðu lífsmunstri.Önnur leið En til er önnur leið til að beisla orkuna sem býr í náttúru landsins en sæstrengur og olíuvinnsla. Hún felst í að búa með og hvíla í náttúru landsins og öðlast þannig aukin lífsgæði og aukinn kraft. Þetta er sú reynsla sem flestir ferðamenn sækjast eftir. Þetta er líka eina fullkomlega sjálfbæra orkunýtingin. Hlutverk okkar er að leitast við að varðveita og viðhalda hinni náttúrulegu orku landsins og skila henni til komandi kynslóða. Til þess þurfum við að endurskoða núverandi lífsstíl okkar. Við verðum að sönnu að virkja áfram til að mæta brýnustu þörfum samtímans. En það verðum við að gera með því að sýna í verki umhyggju fyrir náttúrunni og komandi kynslóðum. Náttúra Íslands býr yfir orku sem vekur undrun og eftirvæntingu, virðingu og von. Með því að beisla hana af ábyrgð og umhyggju fyrir óbornum kynslóðum, sýnum við henni þá virðingu sem henni ber sem hluta af hinum góðu gjöfum Guðs. Látum ekki græðgi afbaka skilning okkar á náttúrunni og valda því að við tæmum þá fjársjóði náttúrunnar sem okkur hefur verið treyst fyrir.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar