Sterk viðbrögð við íslenska landslaginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 13:00 "Hér getur fólk gengið að myndunum mínum vísum á ákveðnum stað, alltaf,“ segir Tolli í nýja galleríinu á Laugavegi 19 sem kona hans, Gunný Ísis, rekur. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tel þetta einn heitasta reitinn á Laugaveginum og er mjög hamingjusamur með það,“ segir myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag, ásamt konunni sinni. „Þetta er rosalega fallegt rými sem ég er með og í skemmtilegu nágrenni við kaffihús og bókabúðir. Fyrir mig er þetta stórkostlegt tækifæri til að vera með myndirnar mínar sýnilegar,“ segir Tolli kampakátur og kveðst munu nota hvern fermetra sem best. Tolli er með vinnustofu sína í Laugarnesinu en segir fólk almennt ekki vaða inn á vinnustofur til listamanna og skoða verkin þeirra. Því þyki það ókurteisi. „Fólk kvartar yfir því hvað aðgengi að listamönnum er lítið. En hér getur það gengið að mínum myndum vísum á ákveðnum stað, alltaf.“ Myndirnar í galleríinu verða bæði til sýnis og sölu, að sögn Tolla. „Nú get ég viðrað myndirnar áður en þær seljast. Auðvitað gengur leikurinn út á að selja, en stór hluti ánægjunnar við að vinna við listmálun er að geta sýnt myndirnar og átt eitthvert stefnumót við fólk yfir þeim. Hingað til hefur verið tilviljunum háð hvort fólk hefur getað séð verk eftir mig í galleríum.“ Tolli líkir því við að vera kominn í alþjóðlegt umhverfi að opna í miðborginni. „Laugavegurinn er fullur af ferðamönnum. Mér finnst það ferlega gaman. Ég fæ svo sterk viðbrögð við íslenska landslaginu í myndunum mínum hjá þeim sem eru gestkomandi.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég tel þetta einn heitasta reitinn á Laugaveginum og er mjög hamingjusamur með það,“ segir myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag, ásamt konunni sinni. „Þetta er rosalega fallegt rými sem ég er með og í skemmtilegu nágrenni við kaffihús og bókabúðir. Fyrir mig er þetta stórkostlegt tækifæri til að vera með myndirnar mínar sýnilegar,“ segir Tolli kampakátur og kveðst munu nota hvern fermetra sem best. Tolli er með vinnustofu sína í Laugarnesinu en segir fólk almennt ekki vaða inn á vinnustofur til listamanna og skoða verkin þeirra. Því þyki það ókurteisi. „Fólk kvartar yfir því hvað aðgengi að listamönnum er lítið. En hér getur það gengið að mínum myndum vísum á ákveðnum stað, alltaf.“ Myndirnar í galleríinu verða bæði til sýnis og sölu, að sögn Tolla. „Nú get ég viðrað myndirnar áður en þær seljast. Auðvitað gengur leikurinn út á að selja, en stór hluti ánægjunnar við að vinna við listmálun er að geta sýnt myndirnar og átt eitthvert stefnumót við fólk yfir þeim. Hingað til hefur verið tilviljunum háð hvort fólk hefur getað séð verk eftir mig í galleríum.“ Tolli líkir því við að vera kominn í alþjóðlegt umhverfi að opna í miðborginni. „Laugavegurinn er fullur af ferðamönnum. Mér finnst það ferlega gaman. Ég fæ svo sterk viðbrögð við íslenska landslaginu í myndunum mínum hjá þeim sem eru gestkomandi.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira