Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Íslandsmeistarinn Tinna Helgadóttir starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en henni býðst ekki starf hér heima. Vísir/Daníel Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábótavant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýjungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka framförum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræðunum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálfari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna.Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Keflavík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er badminton í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþróttagrein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstaklingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitthvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgangana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera framsæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í badminton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábótavant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýjungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka framförum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræðunum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálfari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna.Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Keflavík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er badminton í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþróttagrein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstaklingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitthvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgangana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera framsæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í badminton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku.
Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira