Menning, viðskipti, stjórnmál og gleði Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. mars 2014 10:30 Anda Kuitse, frægasti trommudansari Grænlands, kemur fram á Grænlandsdögum, bæði í Melabúðinni og í Hörpu. Mynd: Hrafn Jökulsson Grænlandsvinir úr ýmsum áttum ákváðu að slá upp hátíð og setja Grænland almennilega í sviðsljósið í nokkra daga,“ segir Hrafn Jökulsson, einn forsprakka Grænlandsdaga sem hefjast í Melabúðinni í dag. „Dagskráin kemur eiginlega inn á öll svið mannlegra samskipta; menningu, viðskipti, stjórnmál, tónlist, keppni, samstöðu og gleði.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, mun setja Grænlandsdagana í Melabúðinni klukkan 16 í dag og staðsetningin vekur athygli, hvers vegna að hefja menningardagskrá í hverfisverslun? „Melabúðin er náttúrulega mikil menningarmiðstöð í Vesturbænum,“ segir Hrafn. „Og í dag og á morgun verður henni breytt í grænlenska búð þar sem boðið verður upp á ýmis matvæli og vörur frá Grænlandi auk grænlenskrar tónlistar og dans og sýndar ljósmyndir sem Ragnar Axelsson hefur tekið á Grænlandi.“ Hápunktur dagskrárinnar er hins vegar í Hörpu á sunnudaginn og hefst með Grænlandskynningu klukkan 14. Á eftir verða tónleikar þar sem fram koma Anda Kuitse, frægasti trommudansari Grænlands, og tríóið Appisimaar frá Kulusuk. Sérstakir gestir á tónleikunum eru Pálmi Gunnarsson og Bjartmar Guðlaugsson, sem Hrafn hikar ekki við að kalla Grænlandsvini. „Pálmi er til dæmis einhver reyndasti stangveiðimaður Grænlands og þeir hafa báðir mikla tengingu við landið.“ Dagskráin heldur áfram á mánudag, þegar haldið verður skákmót í Vin á vegum Hróksins og á þriðjudaginn er komið að stóru málþingi í Norræna húsinu þar sem framámenn úr atvinnulífi og stjórnmálum fjalla um möguleika og útfærslu á nánara samstarfi þjóðanna. Hrafn er óhætt að kalla Grænlandsvin með stóru G-i, hann hefur verið þar með annan fótinn í áratug og á vart orð til að lýsa hrifningu sinni á landi og þjóð. „Náttúran þar er ólýsanlega fögur og þeir sem koma til Grænlands fá nær undantekningalaust Grænlandsveikina samstundis. Auk þess er þetta einhver dásamlegasta þjóð sem ég hef komist í kynni við. Grænlendingar eru svo blíðir og ljúfir í lund, örlátir og góðir gestgjafar. Þeir líta sérstaklega til Íslendinga, ekki bara sem nágranna heldur sem sinna bestu vina í veröldinni. Og nú þegar áhugi heimsins beinist í stórauknum mæli að Grænlandi vegna þeirra miklu náttúruauðlinda þá er gott fyrir þá að eiga vini sem ekki eru bara með græðgisglampa í augum.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Grænlandsvinir úr ýmsum áttum ákváðu að slá upp hátíð og setja Grænland almennilega í sviðsljósið í nokkra daga,“ segir Hrafn Jökulsson, einn forsprakka Grænlandsdaga sem hefjast í Melabúðinni í dag. „Dagskráin kemur eiginlega inn á öll svið mannlegra samskipta; menningu, viðskipti, stjórnmál, tónlist, keppni, samstöðu og gleði.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, mun setja Grænlandsdagana í Melabúðinni klukkan 16 í dag og staðsetningin vekur athygli, hvers vegna að hefja menningardagskrá í hverfisverslun? „Melabúðin er náttúrulega mikil menningarmiðstöð í Vesturbænum,“ segir Hrafn. „Og í dag og á morgun verður henni breytt í grænlenska búð þar sem boðið verður upp á ýmis matvæli og vörur frá Grænlandi auk grænlenskrar tónlistar og dans og sýndar ljósmyndir sem Ragnar Axelsson hefur tekið á Grænlandi.“ Hápunktur dagskrárinnar er hins vegar í Hörpu á sunnudaginn og hefst með Grænlandskynningu klukkan 14. Á eftir verða tónleikar þar sem fram koma Anda Kuitse, frægasti trommudansari Grænlands, og tríóið Appisimaar frá Kulusuk. Sérstakir gestir á tónleikunum eru Pálmi Gunnarsson og Bjartmar Guðlaugsson, sem Hrafn hikar ekki við að kalla Grænlandsvini. „Pálmi er til dæmis einhver reyndasti stangveiðimaður Grænlands og þeir hafa báðir mikla tengingu við landið.“ Dagskráin heldur áfram á mánudag, þegar haldið verður skákmót í Vin á vegum Hróksins og á þriðjudaginn er komið að stóru málþingi í Norræna húsinu þar sem framámenn úr atvinnulífi og stjórnmálum fjalla um möguleika og útfærslu á nánara samstarfi þjóðanna. Hrafn er óhætt að kalla Grænlandsvin með stóru G-i, hann hefur verið þar með annan fótinn í áratug og á vart orð til að lýsa hrifningu sinni á landi og þjóð. „Náttúran þar er ólýsanlega fögur og þeir sem koma til Grænlands fá nær undantekningalaust Grænlandsveikina samstundis. Auk þess er þetta einhver dásamlegasta þjóð sem ég hef komist í kynni við. Grænlendingar eru svo blíðir og ljúfir í lund, örlátir og góðir gestgjafar. Þeir líta sérstaklega til Íslendinga, ekki bara sem nágranna heldur sem sinna bestu vina í veröldinni. Og nú þegar áhugi heimsins beinist í stórauknum mæli að Grænlandi vegna þeirra miklu náttúruauðlinda þá er gott fyrir þá að eiga vini sem ekki eru bara með græðgisglampa í augum.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira